Íslensk tölvuleikjafyrirtæki skoða landvinninga á Indlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. júlí 2015 06:00 Upplýsingafulltrúi Eve Online segir ekkert kalla á frekari markaðssókn með Eve Online á Indlandi. mynd/ccp Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar. Leikjavísir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Árið 2020 verður Indland yngsta land í heimi, en meðalaldurinn verður 29 ár. Þórir Ibsen, sendiherra Íslands á Indlandi, vakti athygli á þessu á fundi íslensk-indverska viðskiptaráðsins, utanríkisráðuneytisins og Félags atvinnurekenda á dögunum. Á fundinum var rætt um tækifæri fyrir aukin viðskipti á milli Íslands og Indlands. Þórir benti á að þessi aldurssamsetning Indverja væri sérstaklega áhugaverð út frá stafrænni þróun. Það skapaði tækifæri. „Það eru 1,2 milljarðar í landinu, 400 milljónir sem eru með tekjur á borð við okkur, 243 milljónir eru í netsambandi og fer hraðvaxandi,“ sagði Þórir. Þá benti hann á að 106 milljónir manna væru virkar á samfélagsmiðlunum, 886 milljónir með farsíma og 92 milljónir virkar á samfélagsmiðlunum í gegnum farsíma. „Árið 2020 verður meðalaldurinn 29 ár. Þetta er þumalputtakynslóðin sem kaupir og gerir allt í gegnum síma og tölvur, hvort sem það eru öpp, vörur eða þjónusta,“ sagði Þórir. Þekktustu leikjaframleiðendur hér á landi hafa áttað sig á möguleikum á markaðssetningu á Indlandi. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá Plain Vanilla, segir að fyrirtækið hafi byrjað sína markaðssetningu erlendis í Bandaríkjunum. En síðastliðið sumar hafi verið opnað fyrir fimm önnur tungumál fyrir þessa útrás. Það er þýska, franska, spænska, brasilíska og portúgalska. „Á þessum tíma varð Quiz-up mjög vinsælt á Indlandi,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Fyrst hafi fyrirtækið ekki áttað sig á ástæðunum fyrir þessum vinsældum. En síðar hafi þeir áttað sig á því að enskukunnátta á Indlandi væri mikil. „Við töluðum við vini okkar hjá Facebook og Twitter. Og þeir sáu mjög svipaða hluti gerast,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Notkun hafi verið mjög mikil á þessum mörkuðum.Eldar ÁstþórssonÍ dag er Plain Vanilla vel í stakk búið fyrir markaðssetningu á Indlandi vegna þess að þar starfar Indverji sem getur haft samskipti við notendur og spurningahöfunda. Hann þekkir indverskan menningarheim mjög vel og ráðleggur Plain Vanilla hvað á að leggja áherslu á og hvaða spurningaflokka vantar. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Gunnar Hólmsteinn. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, segir að fyrirtækið hafi fylgst vel með framvindunni undanfarið, einkum með möguleika á markaðssetningu nýrra leikja í huga. „Við höfum um langt skeið verið með áskrifendur eða viðskiptavini fyrir Eve Online á Indlandi. En það hefur ekki verið í neinum fjölda sem hefur kallað á frekari markaðssókn,“ segir Eldar. Gerðar hafi verið ýmsar tilraunir í gegnum tíðina með Eve Online-leikinn á því svæði en það hafi ekki skilað þeim árangri að það réttlætti að farið yrði í frekari sókn þar. „En við höfum verið mjög öflugir í Kína og sömuleiðis einbeitt okkur að Japansmarkaði fyrir Eve Online,“ segir Eldar.
Leikjavísir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira