Landsliðsfyrirliðinn verður Dreki í áratug Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2015 08:00 Hlynur Bæringsson verður áfram í Svíþjóð. vísir/daníel „Ég ætlaði mér að kíkja á hvað annað væri í boði og þá aðallega utan Svíþjóðar,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, við Fréttablaðið. Hann framlengdi samning sinn við Sundsvall Dragons um helgina um fimm ár. Hlynur gekk í raðir sænska félagsins fyrir fimm árum síðan og að öllu óbreyttu verður landsliðsfyrirliðinn Dreki í áratug. „Hlutirnir í stærri deildunum gerast yfirleitt ansi seint nema þú sért þekkt nafn. Eftir það komum við sótsvartur almúginn svona með haustinu,“ segir Hlynur og hlær. Samningamál í körfubolta geta verið mjög erfið eins og Hlynur segir. Mjög algengt er að samið sé aðeins til eins árs í einu. „Ég er að fá einstakan samning hjá Sundsvall. Okkur fjölskyldunni líður vel og það er sjaldgæft að 33 ára gamlir menn fái fimm ára samning,“ segir Hlynur sem er hreykinn af þessu enda um mikla viðurkenningu að ræða. „Maður á að leyfa sér að hugsa þannig. Það eru ekkert allir sem myndu nenna að hafa mann í fimm ár í viðbót. Það er bara þannig að á næstu fimm árum mun eitthvað undan láta í skrokknum þannig þetta er mikil viðurkenning og það er hollt að hugsa um þetta þannig í staðinn fyrir að pirra sig á einhverju sem hefði geta gerst.“ Óvíst er hvort Hlynur spili í fimm ár, en honum er tryggt starf hjá félaginu út samninginn. „Þetta er í grunninn fimm ára vinnusamningur. Ég má spila eins lengi og ég vil, en þegar ég hætti verður hann endurskoðaður. Þegar mér finnst þetta komið gott verð ég áfram hjá félaginu sem þjálfari eða í öðru starfi,“ segir Hlynur Bæringsson. Körfubolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira
„Ég ætlaði mér að kíkja á hvað annað væri í boði og þá aðallega utan Svíþjóðar,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, við Fréttablaðið. Hann framlengdi samning sinn við Sundsvall Dragons um helgina um fimm ár. Hlynur gekk í raðir sænska félagsins fyrir fimm árum síðan og að öllu óbreyttu verður landsliðsfyrirliðinn Dreki í áratug. „Hlutirnir í stærri deildunum gerast yfirleitt ansi seint nema þú sért þekkt nafn. Eftir það komum við sótsvartur almúginn svona með haustinu,“ segir Hlynur og hlær. Samningamál í körfubolta geta verið mjög erfið eins og Hlynur segir. Mjög algengt er að samið sé aðeins til eins árs í einu. „Ég er að fá einstakan samning hjá Sundsvall. Okkur fjölskyldunni líður vel og það er sjaldgæft að 33 ára gamlir menn fái fimm ára samning,“ segir Hlynur sem er hreykinn af þessu enda um mikla viðurkenningu að ræða. „Maður á að leyfa sér að hugsa þannig. Það eru ekkert allir sem myndu nenna að hafa mann í fimm ár í viðbót. Það er bara þannig að á næstu fimm árum mun eitthvað undan láta í skrokknum þannig þetta er mikil viðurkenning og það er hollt að hugsa um þetta þannig í staðinn fyrir að pirra sig á einhverju sem hefði geta gerst.“ Óvíst er hvort Hlynur spili í fimm ár, en honum er tryggt starf hjá félaginu út samninginn. „Þetta er í grunninn fimm ára vinnusamningur. Ég má spila eins lengi og ég vil, en þegar ég hætti verður hann endurskoðaður. Þegar mér finnst þetta komið gott verð ég áfram hjá félaginu sem þjálfari eða í öðru starfi,“ segir Hlynur Bæringsson.
Körfubolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sjá meira