Hleypidómar gagnvart námsvali Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn yfirstandandi kjaraviðræðna hafa lagt ríka áherslu á virði menntunar. Háværar raddir háskólagenginna stétta segja laun sín í ósamræmi við menntun og hafa nýdoktorar nú tekið í sama streng. Öll krefjast þau launa til samræmis við menntun. Kári Stefánsson gagnrýndi á dögunum baráttu Bandalags háskólamanna fyrir bættum kjörum. Sagði hann áherslu baráttunnar á menntun óheppilega – eðlilegra væri að reikna laun í hlutfalli við framlag fólks til samfélagsins. Háskólagráðan ein og sér ætti ekki að vera skilyrðislaus ávísun á hærri laun. Umræða um virði menntunar er margslungin. Iðnmenntun á undir högg að sækja. Einungis 12% grunnskólanema skila sér nú í iðn- og tækninám að grunnskóla loknum. Hlutfallið virðist lækka með ári hverju. Verulegur skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og hafa atvinnurekendur lýst knýjandi þörf á fjölgun í stéttinni. Stjórnvöld hafa ítrekað lofað auknum stuðningi við iðn- og tækninám en þó virðast engar breytingar í sjónmáli. Árum saman hefur iðnmenntun verið sett skör lægra en bókleg menntun – ríkjandi viðhorf víða í samfélaginu sem ratar til ungmenna innan skólakerfisins og heimilanna. Margir upplifa hleypidóma gagnvart námsvalinu – það sé annars flokks og á einhvern hátt ófullnægjandi. Þessi viðhorf eru röng og beinlínis skaðleg. Þau hefta framgang iðn- og verkmenntaskóla og draga úr fjölbreytni atvinnulífsins þegar fram líða stundir. Einhvers staðar á vegferðinni virðist samfélagið hafa villst af leið. Það virðist hafa gleymst að iðnnám býður upp á raunveruleg tækifæri. Það býður upp á fjölbreytt störf og góða tekjumöguleika – stundum margföld laun sprenglærðs háskólafólks. Þegar háskólagengið fólk skríður undan kostnaðarsömum námsárum á hálfum þrítugsaldri hafa iðnmenntaðir jafnaldrar margir öðlast umfangsmikla reynslu og hafið sjálfstæðan rekstur. Verkefnaskortur og atvinnuleysi eru fáheyrð vandamál og eftirspurn eftir iðnlærðum er gífurleg. Nú þegar offramboð er af ýmsu háskólamenntuðu fólki er verulegur skortur á vel menntuðu handverksfólki. Störf iðnmenntaðra hafa löngum verið álitin karlastörf. Konur skipa mikinn minnihluti iðnmenntaðra á öllum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku kvenna virðist kynskipting eftir störfum enn mikil. Það þarf að hvetja konur til náms í iðngreinum og handverki. Kynbundið náms- og starfsval er afleiðing úreltra viðhorfa, sem þarf að breyta. Öll viljum við vera metin að verðleikum. Við viljum að menntun okkar og framlag rati í launaumslagið. Við viljum að starfsval okkar sé virt og framlag okkar metið. Fjölbreytt menntun leggur grunn að bættum lífskjörum og traustum efnahag. Ljóst er að verulegt átak þarf til fjölgunar iðn- og tæknimenntaðs fólks á Íslandi. Þar bíða störfin. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta skekkjuna í skólakerfinu og lyfta handverkinu á hærri stall – og öll þurfum við að ábyrgjast breytingu á ríkjandi viðhorfum. Við græðum öll á fjölbreytninni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar