Buchheit orðlaus yfir lausninni Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Buchheit var staddur á landinu í gær og gaf sér tíma til að tala við blaðamenn. fréttablaðið/gva Lögfræðingurinn Lee Buchheit, sem var íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar við losun hafta, á von á áframhaldandi bata í íslensku efnahagslífi eftir niðurstöðu sem kynnt var á mánudag. „Þetta er komið langt á leið. Ég kom í desember 2008 þegar kreppan var rétt nýskollin á. Þetta er svakalegt, að 85 prósent af fjármálakerfinu hafi hrunið. Geturðu ímyndað þér hvernig Bandaríkin, Bretland, eða nokkurt annað ríki myndi líta út eftir slíkt?“ spyr Buchheit. Hann segir að gjaldeyrishöftin séu stærstu leifarnar af bankahruninu. Gangi niðurstaðan um lausn á vandanum vegna slitabúanna eftir muni það líklegast leiða til þess að lánshæfismat ríkissjóðs hækkar og efnahagslífið stórbatnar.Tekjurnar samsvara fjárlögum „Segjum að slitabúin þrjú samþykki þetta fyrirkomulag sem lagt er upp með. Þá mun þetta skapa ríkinu miklar tekjur, jafnvel þó að ekki hafi verið lagt í þetta ferðalag í þeim tilgangi, heldur að passa upp á greiðslujöfnuð,“ segir Buchheit. Fái ríkissjóður 650 milljarða frá slitabúunum sé það næstum jafn mikið og öll fjárlög ríkisins. „Þá peninga er hægt að nota til að greiða niður skuldir og ég held að það nægi til að greiða niður þriðjung af skuldum þjóðarbúsins. Það mun spara ykkur 30-40 milljarða króna í vaxtakostnað á ári. Maður er svona eiginlega orðlaus yfir þessu,“ sagði Buchheit. Hann bætir því við að ríkisfjármálin stórbatni við þetta og lánshæfismatsfyrirtækin horfi til þess. „Mig grunar að eftir tíu ár muni Harvard Business School vera með rannsóknarefni um Ísland.“ Buchheit segir að þegar framkvæmdahópurinn tók til starfa hafi fyrsta verkefni hans verið að greina og skilja vandann í sinni víðtækustu mynd. Vandinn hafi verið slitabúin, aflandskrónur og eignir innlendra aðila. „Í fyrstu skoðuðum við lausnir sem myndu snerta öll slitabúin eins, en að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að staða þeirra væri svo gerólík að ein lausn fyrir alla myndi alls ekki ganga upp. Við skiptum þessu því upp í þrjá flokka; slitabúin, aflandskrónur og innlenda aðila.“ Þetta hafi tekið nokkra mánuði.Undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu Þegar framkvæmdahópurinn taldi sig síðan vera með yfirsýn yfir vandann fékk hann fyrirmæli frá stýrihópi um afnám hafta, sem seðlabankastjóri, fjármálaráðherra og forsætisráðherra sátu í, um að hafa samráð við ólíka hagsmunaaðila. „Vegna þess hvernig kröfurnar ganga kaupum og sölum á markaði var lögð mikil áhersla á það að vera ekki að veita tilteknum aðilum upplýsingar sem yrðu ekki birtar öllum,“ segir Buchheit. Stærstu kröfuhöfunum var boðið að undirrita trúnaðaryfirlýsingar. „Aðilum sem við töldum að aðrir kröfuhafar myndu líta á sem leiðtoga í þessu ferli,“ segir Buchheit og bætir því við að svo hafi framkvæmdahópurinn farið að ræða verkefnið fram undan við þá. „Kröfuhafar sem höfðu mjög góða ráðgjafa, lögmenn og fjármálaráðgjafa, komu svo fram með hugmyndir að lausnum sem framkvæmdahópurinn mátaði svo við stöðugleikaskilyrði sín og benti svo kröfuhöfum aftur á hvort tillögurnar væru fullnægjandi eða ekki.“ „Í endann og raunar alveg í blálokin kom sá hópur kröfuhafa með tillögur sem framkvæmdahópurinn taldi að hann gæti mælt með við stýrihópinn. Og það er bréfið sem þú sást að var birt á mánudaginn,“ segir Buchheit. Hann segir að samtalið við kröfuhafa hafi byrjað í mars og það hafi því tekið um það bil þrjá mánuði að ná þeirri niðurstöðu sem var kynnt á mánudaginn. Fordæmi eru fyrir því að lagður sé útgönguskattur á eignir en ekki stöðugleikaskattur, sambærilegur sem nú er verið að ræða. „Ef þú opnar verkfærakassann þá eru bara tvö verkfæri, annars vegar að minnka vandann eða að teygja út tímabilið sem það tekur peningana að fara út. Malasía hafði sett á skatt en lækkaði þann skatt eftir því sem peningarnir fóru seinna út. „Við horfðum á þetta sem einn möguleika. Eignir slitabúanna, eins og þú veist, eru ólíkar hver annarri og flóknar,“ segir Buchheit. Hann bendir á að þar sé meira en bara reiðufé sem fólk geti tekið út. Það hafi því þurft að horfa til annarra lausna en Malasíumenn notuðu. Nauðasamningarnir fela í sér að ríkið fær hluta af söluhagnaði Íslandsbanka og Arion, en ekki kom til greina að ríkið tæki yfir eignarhaldið í þeim öllum. „Ég held ekki að hægt sé að færa rök fyrir þeirri skoðun að hver einasta króna í slitabúunum sé hættuleg greiðslujöfnuði,“ segir Buchheit. Ríkið eigi sjálfstæða hagsmuni af því að bankarnir séu seldir heppilegum kaupendum á eins háu verði og hægt er. „Þú vilt hafa þá mynd að Ísland og íslenskir bankar séu verðmætir og þess vegna var hugmyndin að þeir fengju hvata til þess að selja bankana og selja fljótt. Og ef þeir fá að standa eftir með hluta af eignunum þá hafa þeir hvata til þess,“ segir Buchheit. Buchheit telur ekki miklar líkur á því að höfðuð verði dómsmál vegna þeirrar áætlunar sem var kynnt á mánudaginn.Þurfa að sannfæra aðra „En það er ekki vafamál að þeir kröfuhafar sem sendu inn tillögurnar verða að sannfæra félaga sína um að það sé rétt að ganga að nauðasamningum. Ef þeim mistekst það þá horfa þeir fram á skatt. Ef þeir horfa fram á skatt geta þeir látið reyna á hann fyrir dómstólum hér eða erlendis. Ég held að þeir komist að þeirri niðurstöðu að málshöfðun þjóni ekki tilgangi sínum,“ segir Buchheit. Hann bendir á að fordæmin sýni að stjórnvöld hafi ríkan rétt til að leggja á skatta. „Stjórnvöld óttast ekki lagalegar deilur, en það myndi orsaka tafir, vera kostnaðarsamt og tímafrekt. Sumir kröfuhafar munu horfa á nauðasamningana með trega. En ég býst við því að stærstur hluti þeirra, en ekki allir, muni fallast á að þetta sé besta lausnin og samþykkja fyrirkomulagið,“ segir Buchheit. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Lögfræðingurinn Lee Buchheit, sem var íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar við losun hafta, á von á áframhaldandi bata í íslensku efnahagslífi eftir niðurstöðu sem kynnt var á mánudag. „Þetta er komið langt á leið. Ég kom í desember 2008 þegar kreppan var rétt nýskollin á. Þetta er svakalegt, að 85 prósent af fjármálakerfinu hafi hrunið. Geturðu ímyndað þér hvernig Bandaríkin, Bretland, eða nokkurt annað ríki myndi líta út eftir slíkt?“ spyr Buchheit. Hann segir að gjaldeyrishöftin séu stærstu leifarnar af bankahruninu. Gangi niðurstaðan um lausn á vandanum vegna slitabúanna eftir muni það líklegast leiða til þess að lánshæfismat ríkissjóðs hækkar og efnahagslífið stórbatnar.Tekjurnar samsvara fjárlögum „Segjum að slitabúin þrjú samþykki þetta fyrirkomulag sem lagt er upp með. Þá mun þetta skapa ríkinu miklar tekjur, jafnvel þó að ekki hafi verið lagt í þetta ferðalag í þeim tilgangi, heldur að passa upp á greiðslujöfnuð,“ segir Buchheit. Fái ríkissjóður 650 milljarða frá slitabúunum sé það næstum jafn mikið og öll fjárlög ríkisins. „Þá peninga er hægt að nota til að greiða niður skuldir og ég held að það nægi til að greiða niður þriðjung af skuldum þjóðarbúsins. Það mun spara ykkur 30-40 milljarða króna í vaxtakostnað á ári. Maður er svona eiginlega orðlaus yfir þessu,“ sagði Buchheit. Hann bætir því við að ríkisfjármálin stórbatni við þetta og lánshæfismatsfyrirtækin horfi til þess. „Mig grunar að eftir tíu ár muni Harvard Business School vera með rannsóknarefni um Ísland.“ Buchheit segir að þegar framkvæmdahópurinn tók til starfa hafi fyrsta verkefni hans verið að greina og skilja vandann í sinni víðtækustu mynd. Vandinn hafi verið slitabúin, aflandskrónur og eignir innlendra aðila. „Í fyrstu skoðuðum við lausnir sem myndu snerta öll slitabúin eins, en að lokum komumst við að þeirri niðurstöðu að staða þeirra væri svo gerólík að ein lausn fyrir alla myndi alls ekki ganga upp. Við skiptum þessu því upp í þrjá flokka; slitabúin, aflandskrónur og innlenda aðila.“ Þetta hafi tekið nokkra mánuði.Undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu Þegar framkvæmdahópurinn taldi sig síðan vera með yfirsýn yfir vandann fékk hann fyrirmæli frá stýrihópi um afnám hafta, sem seðlabankastjóri, fjármálaráðherra og forsætisráðherra sátu í, um að hafa samráð við ólíka hagsmunaaðila. „Vegna þess hvernig kröfurnar ganga kaupum og sölum á markaði var lögð mikil áhersla á það að vera ekki að veita tilteknum aðilum upplýsingar sem yrðu ekki birtar öllum,“ segir Buchheit. Stærstu kröfuhöfunum var boðið að undirrita trúnaðaryfirlýsingar. „Aðilum sem við töldum að aðrir kröfuhafar myndu líta á sem leiðtoga í þessu ferli,“ segir Buchheit og bætir því við að svo hafi framkvæmdahópurinn farið að ræða verkefnið fram undan við þá. „Kröfuhafar sem höfðu mjög góða ráðgjafa, lögmenn og fjármálaráðgjafa, komu svo fram með hugmyndir að lausnum sem framkvæmdahópurinn mátaði svo við stöðugleikaskilyrði sín og benti svo kröfuhöfum aftur á hvort tillögurnar væru fullnægjandi eða ekki.“ „Í endann og raunar alveg í blálokin kom sá hópur kröfuhafa með tillögur sem framkvæmdahópurinn taldi að hann gæti mælt með við stýrihópinn. Og það er bréfið sem þú sást að var birt á mánudaginn,“ segir Buchheit. Hann segir að samtalið við kröfuhafa hafi byrjað í mars og það hafi því tekið um það bil þrjá mánuði að ná þeirri niðurstöðu sem var kynnt á mánudaginn. Fordæmi eru fyrir því að lagður sé útgönguskattur á eignir en ekki stöðugleikaskattur, sambærilegur sem nú er verið að ræða. „Ef þú opnar verkfærakassann þá eru bara tvö verkfæri, annars vegar að minnka vandann eða að teygja út tímabilið sem það tekur peningana að fara út. Malasía hafði sett á skatt en lækkaði þann skatt eftir því sem peningarnir fóru seinna út. „Við horfðum á þetta sem einn möguleika. Eignir slitabúanna, eins og þú veist, eru ólíkar hver annarri og flóknar,“ segir Buchheit. Hann bendir á að þar sé meira en bara reiðufé sem fólk geti tekið út. Það hafi því þurft að horfa til annarra lausna en Malasíumenn notuðu. Nauðasamningarnir fela í sér að ríkið fær hluta af söluhagnaði Íslandsbanka og Arion, en ekki kom til greina að ríkið tæki yfir eignarhaldið í þeim öllum. „Ég held ekki að hægt sé að færa rök fyrir þeirri skoðun að hver einasta króna í slitabúunum sé hættuleg greiðslujöfnuði,“ segir Buchheit. Ríkið eigi sjálfstæða hagsmuni af því að bankarnir séu seldir heppilegum kaupendum á eins háu verði og hægt er. „Þú vilt hafa þá mynd að Ísland og íslenskir bankar séu verðmætir og þess vegna var hugmyndin að þeir fengju hvata til þess að selja bankana og selja fljótt. Og ef þeir fá að standa eftir með hluta af eignunum þá hafa þeir hvata til þess,“ segir Buchheit. Buchheit telur ekki miklar líkur á því að höfðuð verði dómsmál vegna þeirrar áætlunar sem var kynnt á mánudaginn.Þurfa að sannfæra aðra „En það er ekki vafamál að þeir kröfuhafar sem sendu inn tillögurnar verða að sannfæra félaga sína um að það sé rétt að ganga að nauðasamningum. Ef þeim mistekst það þá horfa þeir fram á skatt. Ef þeir horfa fram á skatt geta þeir látið reyna á hann fyrir dómstólum hér eða erlendis. Ég held að þeir komist að þeirri niðurstöðu að málshöfðun þjóni ekki tilgangi sínum,“ segir Buchheit. Hann bendir á að fordæmin sýni að stjórnvöld hafi ríkan rétt til að leggja á skatta. „Stjórnvöld óttast ekki lagalegar deilur, en það myndi orsaka tafir, vera kostnaðarsamt og tímafrekt. Sumir kröfuhafar munu horfa á nauðasamningana með trega. En ég býst við því að stærstur hluti þeirra, en ekki allir, muni fallast á að þetta sé besta lausnin og samþykkja fyrirkomulagið,“ segir Buchheit.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun