Íhugun um AA-samtökin Reynar Kári Bjarnason skrifar 26. maí 2015 07:00 Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Misnotkun á áfengi og vímuefnum er alvarlegt vandamál á Íslandi eins og um allan heim. AA-samtökin skipa stóran sess í áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Margir kynnast AA-samtökunum í meðferð og sækja fundi samtakanna eftir að meðferð lýkur. Nú um stundir er talið að um tvær milljónir manna stundi þessi samtök um allan heim. Meðan á meðferð stendur er fólk hvatt til að að stunda AA-fundi þegar það kemur úr meðferð. Sumir virðast hins vegar ekki finna sig innan AA- samtakanna og fara aðrar leiðir til að halda sér allsgáðum. Það getur farið mikill tími í það hjá fólki að vera virkt innan AA-samtakanna, t.d. að fara á fundi, lesa AA-fræðin og hjálpa öðrum. Er þessi mikla vinna sem fólk er að leggja á sig í AA-samtökunum að skila tilætluðum árangri? Samkvæmt niðurstöðum fjölda erlendra rannsókna leikur ekki vafi á að AA-samtökin hjálpa mjög mörgum að halda sér á réttri braut eftir meðferð. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem tengjast AA-samtökunum fljótt eftir meðferð og stunda AA-fundi lengur eru líklegri til að halda sér allsgáðum samanborið við þá sem ekki stunda samtökin. Samkvæmt þessu þá er mikilvægt að fólk byrji strax eftir meðferð að stunda fundi. Því má ætla að sú tilhögun að hafa AA-fundi sem hluta af meðferð líkt og gert er hér á landi sé heillavænleg, þannig að fólk sé í raun byrjað í AA-samtökunum áður en það kemur úr meðferð. Fólk óttast oft þá hluti sem það þekkir ekki svo að það getur komið sér vel að vera búinn að kynnast samtökunum í meðferðinni.Umhugsunarefni Þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að AA-samtökin hjálpi til í baráttunni við fíknisjúkdóma hefur komið í ljós að stór hópur fólks stundar ekki AA-fundi eftir að það kemur úr meðferð. Þetta er umhugsunarefni. Helstu ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að stunda ekki AA eru að það finni sig ekki í samtökunum, það samsami sig ekki aðferðunum. fundirnir veki upp löngun, það finni ekki fyrir þörf til að mæta á fundi og að það hafi ekki tíma til þess. Enn fremur hefur komið í ljós að þeir sem eru innhverfir persónuleikar og kjósa frekar einveru stunda AA-samtökin síður. Það ætti ekki að koma á óvart í ljósi þess að samtökin ganga að stórum hluta út á samveru og samskipti við annað fólk. Margir þjást af kvíða þegar þeir koma úr meðferð og getur það einnig verið orsakavaldur og haft áhrif á að fólk stundar ekki samtökin. Fundirnir ganga m.a. út á að hitta annað fólk og segja frá persónulegri reynslu sinni. Þeim sem haldnir eru miklum kvíða gæti vaxið þetta í augum og fundist öruggara að halda sig heima. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið reifaðar benda til þess að jafnvel þó að AA sé árangursrík leið fyrir marga þá virðist hún ekki henta öllum. Sumum gæti hentað betur einstaklingsviðtöl við sérfræðinga. En mikilvægt er að hver og einn einstaklingur finni þá leið sem hentar honum best í baráttunni við fíknina.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun