Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 06:30 Arnaldur Indriðason tók við verðlaunum á Bessastöðum á föstudaginn. Icelandair Group fékk sjálf útflutningsverðlaunin. fréttablaðið/Andri Marínó „Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
„Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira