Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 06:30 Arnaldur Indriðason tók við verðlaunum á Bessastöðum á föstudaginn. Icelandair Group fékk sjálf útflutningsverðlaunin. fréttablaðið/Andri Marínó „Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
„Ég held að það sé ákveðið blómaskeið í landvinningum íslenskra höfunda og hafi verið,“ sagði Arnaldur Indriðason, í samtali við Fréttablaðið, eftir að hann tók við sérstakri heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin voru afhent á föstudaginn. „Það hefur fjöldinn allur af titlum verið gefinn út eiginlega um allan heim, og ég held að eftirspurnin sé orðin það mikil að það sé kominn skortur á þýðingum,“ sagði Arnaldur. Arnaldur sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd íslenskra bókmennta. Hann sagðist telja að íslenskar bókmenntir væru langflottasta útflutningsgreinin og hefðu verið það lengi. „Þetta er vonandi hvatning fyrir mig og aðra höfunda, að halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. Íslenskar bókmenntir hafa sannarlega notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið. Til marks um það var Snjóblinda eftir rithöfundinn Ragnar Jónasson mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bretlandi um síðustu helgi. Hún trónaði á toppi metsölulistans í tvo sólarhringa. Aðspurður hvort hans eigin velgengni hafi haft áhrif á brautargengi annarra höfunda segir Arnaldur: „Það má vel vera að íslenska glæpasagan hafi hjálpað til.“ Arnaldur segist vera búinn að missa töluna á því í hve mörgum löndum bækurnar hans eru gefnar út. „Ætli það séu ekki svona 35-40. Það er alltaf áhugi hér og þar á þessum bókum,“ segir hann. Hann segist alls ekki skrifa bækur fyrir útlendinga. „Ég held að það væri fráleitt að fara að skrifa ofan í einhverjar væntingar lesenda. Ég hef alltaf skrifað fyrir íslenska lesendur og íslenskt umhverfi og ég held að það sé það sem veki athygli. Það sé þessi íslenski vinkill,“ segir Arnaldur og bætir við að fólk vilji kynnast Íslandi í gegnum íslenskar bækur, bæði landinu og bókmenntunum. Í bókum Arnaldar geta lesendur fengið innsýn í sögu Íslands. „Ég er mikill áhugamaður um sögu. Flestar þessar bækur tengjast einhvern veginn fortíðinni og fara fram og til baka í tíma. Ég hef undanfarið einbeitt mér meira að því en áður eins og í Kamp Knox og í Skuggasundi. Og ég býst við því að halda áfram á þeirri braut,“ segir Arnaldur.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira