Viðskipti innlent

Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Helgi Guðmundsson er eigandi Norvíkur.
Jón Helgi Guðmundsson er eigandi Norvíkur. vísir/gva
Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Húsamiðjuna.Byko sakar stofnunina um áróður með uppsetningu á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp vegna málsins.Sjá einnig: Byko sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðsÞá segir Byko að niðurstaðan sé í beinni andstöðu við nýfallinn dóm fjölskipaðs Héraðsdóms Reykjaness þar sem 11 af 12 sakborningum voru sýknaðir í sakamáli sem var höfðað vegna málsins.Eins og fram kemur í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins vegna ákvörðunar stofnunarinnar hefur sakamálinu sem höfað var fyrir héraðsdómi verið áfrýjað til Hæstaréttar. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.