Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21