Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson. Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Norvík móðurfélag BYKO hefur áfrýjað 650 milljón króna sekt Samkeppniseftfirlitsins frá því í dag fyrir ólöglegt verðsamráð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Forstjóri Narvíkur segist reiður og sár yfir sektinni sem sé í andstöðu við niðurstöðu héraðsdóms. Samkeppniseftirlitið segir BYKO og gömlu Húsasmiðjuna hafa haft reglulegt samráð um verð, birgðastöðu o.fl. í því skyni að hækka verð og vinna gegn verðlækkunum á svo nefndum grófvörum. Fyrirtækin hafi m.a haft samráð um að hækka verð í öllum tilboðum á grófvöru í áföngum, unnið gegn verðsamkeppni í sölu á pallaefni á aðalsölutíma þeirrar vöru og reynt þess í stað að hækka verð og haft samráð um að hækka verð á miðstöðvarofnum. Þá hafi fyrirtækin sameiginlega gert tilraun til að fá Múrbúðina til að taka þátt í samráði um verð á grófvöru. Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvíkur, móðurfélags BYKO, segir risasekt Samkepnniseftirlitsins undarlega í ljósi nýfallins dóms í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem sömu aðilar hafi verið sýknaðir. Ljóst sé að eftir erfið ár frá hruni efnahagslífsins standi rekstur BYKO alls ekki undir þessari sekt. „Ég er alveg miður mín yfir þessu og ég er náttúrlega bæði reiður og sár. Ef það er hægt að ganga fram með þessum hætti veit ég ekki hvar við erum stödd í íslensku viðskiptalífi. Þetta náttúrlega tengist viðskiptalífinu; þessi Samkeppnisyfirvöld. Sem ég tel að hafi sýnt sig að séu algerlega óhæf, eins og kemur fram í þessu máli. Þá eigum við bara mjög bágt í íslensku atvinnulífi,“ segir Jón Helgi. Fyrrverandi eigendi Húsasmiðjunnar gekkst við brotum sínum í fyrra með sátt við Samkeppniseftirlitið en Jón Helgi segir það hafa verið gert til að núverandi eigandi, Landsbankinn, fengi frið fyrir eftirlitinu. Samkeppniseftirlitið segir að dómur sá sem Jón Helgi vísar til í Héraðsdómi Reykjaness hafi ekki áhrif á niðurstöðu eftirliftsins um 650 milljón króna sekt, sem Norvík hefur nú áfrýjað til úrskurðarnefndar. Jón Helgi segir hins vegar vafasamt hvort hægt sé að sekta móðurfélag fyrir meint brot dótturfélags. „Það er engan veginn borgunarfélag fyrir þessari sekt. Ég er staddur út í Lettlandi núna og ætli við reynum ekki að skrapa fé saman til að mæta þessu. Því mér skilst eftir lögum að þá verði við að borga þetta og reyna svo að sækja okkar rétt. Þetta er veruleg fjárhæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson.
Tengdar fréttir BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Byko kærir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Byko hefur ákveðið að kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Samkeppniseftirlitið birti í morgun ákvörðun þar sem 650 milljóna króna sekt er lögð á fyrirtækið vegna ólöglegs samráðs við Hússmiðjuna. 15. maí 2015 12:21