Ríkið er líka vinnuveitandi Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir skrifar 9. maí 2015 07:00 Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð ríkisins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrirtækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM-félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undanfarið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðlilega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft samfélag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verkfallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verkföll sem algert neyðarúrræði. Að þessu neyðarúrræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félagsmanna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fasteignakaupendur og seljendur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðruvísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskólamanna hafa ekki hlotið neinn hljómgrunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist.Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagnvart sínum starfsmönnum. Gleymum því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveitanda er samningur um laun. Ráðamenn íslenska ríkisins verða að viðurkenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsendum en ekki út frá forsendum annarra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráðherrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsaðili og þarf eins og hver annar samningsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfsfólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættanlegt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gangandi og ganga til samninga, ekki síðar en nú!
Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. 9. maí 2015 07:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar