Er Sjálfstæðisflokkurinn að verða eins og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna? Erling Ingvason og Sigurjón Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar