Það sem tekið hefur verið í burtu hækkar ekki Sigurður Már Jónsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Því hefur verið haldið fram að undanförnu að hætta sé á að verðbólga éti upp höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána, Leiðréttinguna. Það er alrangt. Þvert á móti, það munar enn meira um Leiðréttinguna eftir því sem verðbólga er hærri. Það stafar af því að verðbólga getur ekki hækkað það sem búið er að taka í burtu. Lánið mun hugsanlega ná sömu upphæð aftur, en sú upphæð verður alltaf lægri en hefði lánið ekki verið leiðrétt. Sá hluti lána sem búið er að færa niður bætist ekki ofan á lánin aftur. Það er því rangt að tala um að verðbólga éti upp Leiðréttinguna. Í raun skiptir Leiðréttingin enn meira máli ef verðbólga hækkar, vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað enn meira en leiðrétta lánið gerir. Vægi Leiðréttingarinnar í krónum talið eykst með meiri verðbólgu en minnkar við verðhjöðnun. Og munurinn á greiðslum er satt að segja sláandi. Til að sjá þennan mun svart á hvítu má t.d. bera saman tvö dæmi af hjónum sem árið 2007 taka 15 milljóna jafngreiðslulán til 40 ára á 4,15% vöxtum. Í fyrra dæminu er verðbólga 2% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin rúmum 10 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Í seinna dæminu er verðbólga 6% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin um 22 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Munurinn á greiðslum hjónanna ef verðbólga er 2% eða 6% er því um 12 milljónir króna. Flestum er kunnugt að það borgar sig alltaf að borga inn á verðtryggt lán, því það leiðir til þess að lægri verðbætur leggjast á lánið til framtíðar en án þeirrar inngreiðslu. Það má því vera öllum ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning heimilanna af Leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki, einfaldlega vegna þess að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að undanförnu að hætta sé á að verðbólga éti upp höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána, Leiðréttinguna. Það er alrangt. Þvert á móti, það munar enn meira um Leiðréttinguna eftir því sem verðbólga er hærri. Það stafar af því að verðbólga getur ekki hækkað það sem búið er að taka í burtu. Lánið mun hugsanlega ná sömu upphæð aftur, en sú upphæð verður alltaf lægri en hefði lánið ekki verið leiðrétt. Sá hluti lána sem búið er að færa niður bætist ekki ofan á lánin aftur. Það er því rangt að tala um að verðbólga éti upp Leiðréttinguna. Í raun skiptir Leiðréttingin enn meira máli ef verðbólga hækkar, vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað enn meira en leiðrétta lánið gerir. Vægi Leiðréttingarinnar í krónum talið eykst með meiri verðbólgu en minnkar við verðhjöðnun. Og munurinn á greiðslum er satt að segja sláandi. Til að sjá þennan mun svart á hvítu má t.d. bera saman tvö dæmi af hjónum sem árið 2007 taka 15 milljóna jafngreiðslulán til 40 ára á 4,15% vöxtum. Í fyrra dæminu er verðbólga 2% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin rúmum 10 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Í seinna dæminu er verðbólga 6% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin um 22 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Munurinn á greiðslum hjónanna ef verðbólga er 2% eða 6% er því um 12 milljónir króna. Flestum er kunnugt að það borgar sig alltaf að borga inn á verðtryggt lán, því það leiðir til þess að lægri verðbætur leggjast á lánið til framtíðar en án þeirrar inngreiðslu. Það má því vera öllum ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning heimilanna af Leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki, einfaldlega vegna þess að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun