Vantar stefnu gagnvart spillingu Ingvar Haraldsson skrifar 22. apríl 2015 07:00 Félög í Kauphöllinni koma almennt vel út hvað varðar gegnsæi. fréttablaðið/gva Félög skráð í Kauphöll Íslands koma flest vel út í rannsókn á gegnsæi samanborið við erlend stórfyrirtæki. Rannsóknin var lokaverkefni Önnu Kristínu Lobers, viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands. Meðaleinkunn íslensku félaganna var 4,4 en í sambærilegri rannsókn Transparency International á gegnsæi hjá 124 alþjóðlegum stórfyrirtækjum fékkst meðaleinkunnin 3,8. Anna segir að það hafi komið henni skemmtilega á óvart hve vel íslensku félögin komu vel út í alþjóðlegum samanburði. Sérstaklega miðað við hve mikil pressan sé á alþjóðlegum stórfyrirtækjum um gegnsæi í viðskiptaháttum.Anna kristína LobersAnna segir þó að ýmislegt megi bæta hvað varðar gegnsæi hér á landi. Fæst fyrirtæki hafa markað opinbera stefnu gagnvart spillingu, frætt starfsfólk um helstu spillingarhvata eða gefið út hvernig starfsfólk geti bent á spillingu innan fyrirtækis án þess að setja starf sitt í hættu. Þá hafi fá félaganna markað sér stefnu um hvort veita eigi pólitísk framlög eða upplýsa um hverjir fái slík framlög. „Hjá þeim félögum sem starfa erlendis vantar upp á að sundurliða fjármálaupplýsingar, t.d. frá hvaða löndum tekjur og gjöld koma,“ bætir Anna við. Sjóvá kemur best út úr rannsókninni og fær einkunnina 7,7. Það er hærri einkunn en gefin var í alþjóðlegu rannsókninni. Icelandair endaði neðst í íslensku rannsókninni með einkunnina 1,9. Anna segir það helst skýrast af því hve lítið af upplýsingum sé hægt að nálgast um félagið, bæði hvað varðar sundurliðun á fjármálaupplýsingum og hvað varðar stefnu í baráttunni gegn spillingu. Guðrún Johnsen, leiðbeinandi Önnu, lektor við Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Gegnsæi, samtökum gegn spillingu, segir að almennt sé lítil meðvitund um hvað varðar spillingarhættur hér á landi og því sé rannsóknin gott innlegg í þá umræðu. „Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar ef spilling grasserar innan fyrirtækja,“ segir Guðrún enda hafi Íslendingar fengið að kenna á afleiðingum þess síðustu ár. „Það er mjög mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja átti sig á mikilvægi þess að sannfæra sparifjáreigendur um að þeir geri allt til að koma í veg fyrir að spilling myndist,“ segir Guðrún. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Félög skráð í Kauphöll Íslands koma flest vel út í rannsókn á gegnsæi samanborið við erlend stórfyrirtæki. Rannsóknin var lokaverkefni Önnu Kristínu Lobers, viðskiptafræðinema við Háskóla Íslands. Meðaleinkunn íslensku félaganna var 4,4 en í sambærilegri rannsókn Transparency International á gegnsæi hjá 124 alþjóðlegum stórfyrirtækjum fékkst meðaleinkunnin 3,8. Anna segir að það hafi komið henni skemmtilega á óvart hve vel íslensku félögin komu vel út í alþjóðlegum samanburði. Sérstaklega miðað við hve mikil pressan sé á alþjóðlegum stórfyrirtækjum um gegnsæi í viðskiptaháttum.Anna kristína LobersAnna segir þó að ýmislegt megi bæta hvað varðar gegnsæi hér á landi. Fæst fyrirtæki hafa markað opinbera stefnu gagnvart spillingu, frætt starfsfólk um helstu spillingarhvata eða gefið út hvernig starfsfólk geti bent á spillingu innan fyrirtækis án þess að setja starf sitt í hættu. Þá hafi fá félaganna markað sér stefnu um hvort veita eigi pólitísk framlög eða upplýsa um hverjir fái slík framlög. „Hjá þeim félögum sem starfa erlendis vantar upp á að sundurliða fjármálaupplýsingar, t.d. frá hvaða löndum tekjur og gjöld koma,“ bætir Anna við. Sjóvá kemur best út úr rannsókninni og fær einkunnina 7,7. Það er hærri einkunn en gefin var í alþjóðlegu rannsókninni. Icelandair endaði neðst í íslensku rannsókninni með einkunnina 1,9. Anna segir það helst skýrast af því hve lítið af upplýsingum sé hægt að nálgast um félagið, bæði hvað varðar sundurliðun á fjármálaupplýsingum og hvað varðar stefnu í baráttunni gegn spillingu. Guðrún Johnsen, leiðbeinandi Önnu, lektor við Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Gegnsæi, samtökum gegn spillingu, segir að almennt sé lítil meðvitund um hvað varðar spillingarhættur hér á landi og því sé rannsóknin gott innlegg í þá umræðu. „Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar ef spilling grasserar innan fyrirtækja,“ segir Guðrún enda hafi Íslendingar fengið að kenna á afleiðingum þess síðustu ár. „Það er mjög mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja átti sig á mikilvægi þess að sannfæra sparifjáreigendur um að þeir geri allt til að koma í veg fyrir að spilling myndist,“ segir Guðrún.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira