1.500 ný hótelherbergi í Reykjavík jón hákon halldórsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 Hótel við Austurhöfn kynnt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ef þessi mikli vöxtur í ferðaþjónustu heldur áfram þurfi að passa upp á að hótelstarfsemi ýti ekki annarri starfsemi út úr miðborginni. Hann sér fyrir sér mikla breytingu á svæðinu í kringum Hlemm á næstu árum. fréttablaðið/Valli „Á þessu ári og næsta vetur verða opnuð meira en 700 ný hótelherbergi í Reykjavík og í fyrirsjáanlegri framtíð er gert ráð fyrir 800 herbergjum til viðbótar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann boðar í dag til opins kynningarfundar um fjárfestingu í Reykjavík. Dagur segir að ef sá mikli vöxtur sem hefur verið í ferðaþjónustu heldur áfram þá þurfi að sjá fyrir því hvar þessi hótelherbergi eigi að vera þannig að ferðamannabransinn þrýsti ekki út leiguhúsnæði í íbúðahverfum. Það séu tvær hættur í þeirri stöðu þegar eftirspurnin eftir hótelgistingu er orðin svo mikil sem raun ber vitni. „Annars vegar að öll hótelin verði á svipuðum stað eða þá að við mætum ekki þessari eftirspurn og þá ýtir ferðamannagistingin leiguhúsnæðinu út. Og ég sagði það sem mína skoðun fyrir ári á þessum fundi að það ætti að setja stopp á frekari hótel í Kvosinni og sú tillaga er nú komin í gegnum skipulagið og bíður staðfestingar borgarráðs,“ segir Dagur. Það líti allt út fyrir að það verði að fara í gegnum sömu rýni varðandi Laugavegssvæðið þannig að hóteluppbygging ýti ekki annarri starfsemi út.Hlemmssvæðið mun breytast „Það má hins vegar segja að fjárfestar og ferðaþjónustan hafi svarað svolítið kallinu. Því að það er að koma ný bylgja hótelfjárfestingar við Hlemmssvæðið sem þolir það vel. Það svæði hefur kallað á fjárfestingu og endurnýjun. Það mátti vel við því að verða andlitslyfting á Hlemmi og þar eigum við á næstu árum eftir að sjá jákvæð andlit ferðaþjónustutengdrar fjárfestingar. Það fylgir því heilmikið líf og þjónusta, verslanir og kaffihús. Við sjáum dæmi um hvort tveggja á Hlemmssvæðinu; Reykjavík Roasters er að koma sér fyrir þar og Bónus,“ segir Dagur. Þetta sé aukin þjónusta fyrir íbúa hverfisins.Austurhöfn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti blaðamönnum líkan af Austurhöfn eins og hún mun líta út með hótelinu.Samið um hótel á Hörpureit Þá segir Dagur að það séu miklar framkvæmdir fram undan í Austurhöfninni, á svæði sem er í daglegu tali kallað Holan, við hliðina á Hörpu. Nýir samningar við erlenda fjárfesta um fimm stjörnu hótel við hliðina á Hörpu voru kynntir í gær og það verkefni ætti því að geta orðið að veruleika. Dagur segir að einnig verði stefnt að því að fara í breytingar á Geirsgötu í sumar. „Við erum að klára hönnun á því, rétta úr götunni og gera hana að skemmtilegri borgargötu í takt við uppbygginguna,“ segir Dagur. Þar verði nýr þjónustu- og verslunarkjarni, íbúðir á efri hæðinni, fimm stjörnu hótel og atvinnuuppbygging. Þá verði mynduð ný gata sem heitir Reykjargata og nær frá Lækjartorgi og upp að Hörpu. „Þannig að aðgengið milli miðborgarinnar og Hörpu mun batna verulega með þessari uppbyggingu. Það verður mjög spennandi að sjá,“ segir hann. Auk hótelbyggingarinnar og uppbyggingarinnar í Austurhöfninni segir Dagur að mikil uppbygging sé fram undan á Vatnsmýrarsvæðinu, tengd háskólunum og sjúkrahúsinu. Þar séu tvær lóðir til viðbótar að fara í uppbyggingu á vísindagarðasvæðinu. Dagur segir ekki alveg tímabært að greina nákvæmlega frá því hvaða fyrirtæki þar séu á ferð, en segir að þetta séu stór mál. „En við erum líka búin að vera að bíða eftir því að Hús íslenskra fræða og stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fari af stað. Það virðist líka vera að gerast. Svo eru vonandi að fara í gang á þessu ári framkvæmdir við nýjan Landspítala,“ segir Dagur, en bætir við að fyrst verði byggt upp sjúkrahótel. „Við höfum verið að vinna þessa stefnumótun með Landspítalanum og háskólunum tveimur að draga fram hvernig er hægt að nýta tækifærin sem felast í uppbyggingu á þessum reitum til að markaðssetja svæðið sameiginlega gagnvart fyrirtækjum sem gætu notið góðs af því að vinna í nánu samhengi við háskólaspítala og háskóla,“ segir hann. Þetta gætu orðið heilbrigðistengd fyrirtæki. Dagur segist telja að rannsóknarstofnanir og heilbrigðistengd fyrirtæki séu of dreifð. Það gæti orðið hagur allra ef þau legðu saman krafta sína. „Þá er ég að tala um stofnanir eins og Hjartavernd, sem er með alveg ótrúlega merkar langtímarannsóknir, sem er hafsjór fyrir doktorsnema, framhaldsnema og líka aðra. Við erum með Íslenska erfðagreiningu sem er að framleiða mjög mikið af niðurstöðum sem nýtist fyrir atvinnulífið og líka fræðasamfélagið,“ segir hann. Dagur segir að borgin eigi líka lóðir í grennd við Landspítalasvæðið og að það sé vilji til að nota þær til að laða að starfsemi af þessu tagi inn á svæðið. „Við erum síðan með áform um það að fara í nýja samgönguhugsun fyrir Vatnsmýrina og Kvosina. Ég hef kallað þetta okkar eigin Danmörk. Þetta er svona flatlendi og kjörstaða fyrir umfangsmiklar hjólaleigur og skyndibíla og nýja hugsun í samgöngumálum þar sem við erum með öfluga stofnleið; strætó eða í framtíðinni hraðvagna. Þú myndir stoppa á BSÍ og fara annaðhvort með rafskutlunni sem myndi þjóna miðborginni og háskólasvæðinu eða hoppa upp á hjól sem þú ættir með þúsund öðrum eða nota skyndibíl ef þú ættir þannig erindi. Þannig yrði þetta miklu liprara samspil milli samgöngumáta þar sem þú værir ekki að hringsóla og leita að stæðum, en þú myndir samt komast jafn hratt yfir,“ segir Dagur.Skoða möguleika á þurrkvíum Dagur segir að borgaryfirvöld sjái líka fyrir sér spennandi hluti á hafnarsvæðunum. „Á Grundartanga er auðvitað Silicor-verkefnið langstærst. Þar er Eimskip búið að taka frá tvær lóðir og þar er verið að skoða möguleika á þurrkvíum, slippastarfsemi, án þess að við viljum loka fyrir slippastarfsemi í gömlu höfninni,“ segir Dagur. Slippurinn á Grundartanga yrði þá hugsaður fyrir stærri skip. Þá segir hann að borgin hafi keypt land í Varmadal, sem er flatlendi í framhaldi af Esjumelum, þar sem gæti verið kjörlendi fyrir gagnaver, ef þau vilji koma. „Það er svo sem engin tímapressa af okkar hálfu en við erum búin að greina þann markað þannig að hann taki ákvarðanir mjög hratt. Við teljum að það þurfi að liggja fyrir gott skipulag sem gerir ráð fyrir gagnaverum í ekki mjög langri fjarlægð frá borginni og viljum gera þetta svæði klárt fyrir þannig verkefni. Þarna væru töluvert miklir stækkunarmöguleikar. Ef fyrirtæki á þessu sviði vilja stækka sig hratt, þá eigum við kjörsvæði fyrir þannig starfsemi sem er dæmi um græna starfsemi,“ segir Dagur. Stýrihópur á vegum borgarinnar skoðar nú framtíð Gufunessvæðisins og gamla Áburðarverksmiðjusvæðisins. „Við munum auglýsa eftir hugmyndum um nýtingu þeirra mannvirkja sem við sjáum fyrir okkur að standi þar og fyrirtæki sem vilja koma inn á svæðið og mér finnst spennandi að sjá þetta sem blöndu af fyrirtækjum sem við getum sagt að séu á sviði skapandi greina, þarna eru nú þegar hljóðver og minni fyrirtæki búin að koma sér fyrir,“ segir Dagur. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Á þessu ári og næsta vetur verða opnuð meira en 700 ný hótelherbergi í Reykjavík og í fyrirsjáanlegri framtíð er gert ráð fyrir 800 herbergjum til viðbótar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann boðar í dag til opins kynningarfundar um fjárfestingu í Reykjavík. Dagur segir að ef sá mikli vöxtur sem hefur verið í ferðaþjónustu heldur áfram þá þurfi að sjá fyrir því hvar þessi hótelherbergi eigi að vera þannig að ferðamannabransinn þrýsti ekki út leiguhúsnæði í íbúðahverfum. Það séu tvær hættur í þeirri stöðu þegar eftirspurnin eftir hótelgistingu er orðin svo mikil sem raun ber vitni. „Annars vegar að öll hótelin verði á svipuðum stað eða þá að við mætum ekki þessari eftirspurn og þá ýtir ferðamannagistingin leiguhúsnæðinu út. Og ég sagði það sem mína skoðun fyrir ári á þessum fundi að það ætti að setja stopp á frekari hótel í Kvosinni og sú tillaga er nú komin í gegnum skipulagið og bíður staðfestingar borgarráðs,“ segir Dagur. Það líti allt út fyrir að það verði að fara í gegnum sömu rýni varðandi Laugavegssvæðið þannig að hóteluppbygging ýti ekki annarri starfsemi út.Hlemmssvæðið mun breytast „Það má hins vegar segja að fjárfestar og ferðaþjónustan hafi svarað svolítið kallinu. Því að það er að koma ný bylgja hótelfjárfestingar við Hlemmssvæðið sem þolir það vel. Það svæði hefur kallað á fjárfestingu og endurnýjun. Það mátti vel við því að verða andlitslyfting á Hlemmi og þar eigum við á næstu árum eftir að sjá jákvæð andlit ferðaþjónustutengdrar fjárfestingar. Það fylgir því heilmikið líf og þjónusta, verslanir og kaffihús. Við sjáum dæmi um hvort tveggja á Hlemmssvæðinu; Reykjavík Roasters er að koma sér fyrir þar og Bónus,“ segir Dagur. Þetta sé aukin þjónusta fyrir íbúa hverfisins.Austurhöfn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti blaðamönnum líkan af Austurhöfn eins og hún mun líta út með hótelinu.Samið um hótel á Hörpureit Þá segir Dagur að það séu miklar framkvæmdir fram undan í Austurhöfninni, á svæði sem er í daglegu tali kallað Holan, við hliðina á Hörpu. Nýir samningar við erlenda fjárfesta um fimm stjörnu hótel við hliðina á Hörpu voru kynntir í gær og það verkefni ætti því að geta orðið að veruleika. Dagur segir að einnig verði stefnt að því að fara í breytingar á Geirsgötu í sumar. „Við erum að klára hönnun á því, rétta úr götunni og gera hana að skemmtilegri borgargötu í takt við uppbygginguna,“ segir Dagur. Þar verði nýr þjónustu- og verslunarkjarni, íbúðir á efri hæðinni, fimm stjörnu hótel og atvinnuuppbygging. Þá verði mynduð ný gata sem heitir Reykjargata og nær frá Lækjartorgi og upp að Hörpu. „Þannig að aðgengið milli miðborgarinnar og Hörpu mun batna verulega með þessari uppbyggingu. Það verður mjög spennandi að sjá,“ segir hann. Auk hótelbyggingarinnar og uppbyggingarinnar í Austurhöfninni segir Dagur að mikil uppbygging sé fram undan á Vatnsmýrarsvæðinu, tengd háskólunum og sjúkrahúsinu. Þar séu tvær lóðir til viðbótar að fara í uppbyggingu á vísindagarðasvæðinu. Dagur segir ekki alveg tímabært að greina nákvæmlega frá því hvaða fyrirtæki þar séu á ferð, en segir að þetta séu stór mál. „En við erum líka búin að vera að bíða eftir því að Hús íslenskra fræða og stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fari af stað. Það virðist líka vera að gerast. Svo eru vonandi að fara í gang á þessu ári framkvæmdir við nýjan Landspítala,“ segir Dagur, en bætir við að fyrst verði byggt upp sjúkrahótel. „Við höfum verið að vinna þessa stefnumótun með Landspítalanum og háskólunum tveimur að draga fram hvernig er hægt að nýta tækifærin sem felast í uppbyggingu á þessum reitum til að markaðssetja svæðið sameiginlega gagnvart fyrirtækjum sem gætu notið góðs af því að vinna í nánu samhengi við háskólaspítala og háskóla,“ segir hann. Þetta gætu orðið heilbrigðistengd fyrirtæki. Dagur segist telja að rannsóknarstofnanir og heilbrigðistengd fyrirtæki séu of dreifð. Það gæti orðið hagur allra ef þau legðu saman krafta sína. „Þá er ég að tala um stofnanir eins og Hjartavernd, sem er með alveg ótrúlega merkar langtímarannsóknir, sem er hafsjór fyrir doktorsnema, framhaldsnema og líka aðra. Við erum með Íslenska erfðagreiningu sem er að framleiða mjög mikið af niðurstöðum sem nýtist fyrir atvinnulífið og líka fræðasamfélagið,“ segir hann. Dagur segir að borgin eigi líka lóðir í grennd við Landspítalasvæðið og að það sé vilji til að nota þær til að laða að starfsemi af þessu tagi inn á svæðið. „Við erum síðan með áform um það að fara í nýja samgönguhugsun fyrir Vatnsmýrina og Kvosina. Ég hef kallað þetta okkar eigin Danmörk. Þetta er svona flatlendi og kjörstaða fyrir umfangsmiklar hjólaleigur og skyndibíla og nýja hugsun í samgöngumálum þar sem við erum með öfluga stofnleið; strætó eða í framtíðinni hraðvagna. Þú myndir stoppa á BSÍ og fara annaðhvort með rafskutlunni sem myndi þjóna miðborginni og háskólasvæðinu eða hoppa upp á hjól sem þú ættir með þúsund öðrum eða nota skyndibíl ef þú ættir þannig erindi. Þannig yrði þetta miklu liprara samspil milli samgöngumáta þar sem þú værir ekki að hringsóla og leita að stæðum, en þú myndir samt komast jafn hratt yfir,“ segir Dagur.Skoða möguleika á þurrkvíum Dagur segir að borgaryfirvöld sjái líka fyrir sér spennandi hluti á hafnarsvæðunum. „Á Grundartanga er auðvitað Silicor-verkefnið langstærst. Þar er Eimskip búið að taka frá tvær lóðir og þar er verið að skoða möguleika á þurrkvíum, slippastarfsemi, án þess að við viljum loka fyrir slippastarfsemi í gömlu höfninni,“ segir Dagur. Slippurinn á Grundartanga yrði þá hugsaður fyrir stærri skip. Þá segir hann að borgin hafi keypt land í Varmadal, sem er flatlendi í framhaldi af Esjumelum, þar sem gæti verið kjörlendi fyrir gagnaver, ef þau vilji koma. „Það er svo sem engin tímapressa af okkar hálfu en við erum búin að greina þann markað þannig að hann taki ákvarðanir mjög hratt. Við teljum að það þurfi að liggja fyrir gott skipulag sem gerir ráð fyrir gagnaverum í ekki mjög langri fjarlægð frá borginni og viljum gera þetta svæði klárt fyrir þannig verkefni. Þarna væru töluvert miklir stækkunarmöguleikar. Ef fyrirtæki á þessu sviði vilja stækka sig hratt, þá eigum við kjörsvæði fyrir þannig starfsemi sem er dæmi um græna starfsemi,“ segir Dagur. Stýrihópur á vegum borgarinnar skoðar nú framtíð Gufunessvæðisins og gamla Áburðarverksmiðjusvæðisins. „Við munum auglýsa eftir hugmyndum um nýtingu þeirra mannvirkja sem við sjáum fyrir okkur að standi þar og fyrirtæki sem vilja koma inn á svæðið og mér finnst spennandi að sjá þetta sem blöndu af fyrirtækjum sem við getum sagt að séu á sviði skapandi greina, þarna eru nú þegar hljóðver og minni fyrirtæki búin að koma sér fyrir,“ segir Dagur.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent