Sjö þúsund manns skrafla á internetinu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. apríl 2015 12:15 Reynir og Gísli eru góðir félagar og keppa oft í skrafli, hvort sem það er í holdi eða í gegn um netið. Vísir/Valli Þeir Gísli Ásgeirsson og Reynir Hjálmarsson, meðlimur í stjórn Skraflfélags Íslands og fyrsti Íslandsmeistarinn í skrafli, eru meðal þeirra sjö þúsund notenda sem spila orðaleikinn góðkunna Skrafl á vefsíðunni Netskrafl.is. Gísli er núverandi Íslandsmeistari í skrafli og átti toppsætið á síðunni fyrir páska og hefur síðastliðna mánuði verið ofarlega á topplista netskraflsins, en um toppsætið ríkir jafnan hörð barátta.Tekur skraflið fram yfir sjónvarpið „Ég skrafla í hádeginu og kaffitímanum, svo skrafla ég dálítið á kvöldin. Ég tek þetta fram yfir sjónvarpið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu sem lokkar mann nema norrænar kvikmyndir sem maður sér öðru hverju,“ segir hann glaður í bragði, en talsvert hefur færst í aukana að fólk skrafli á netinu og hefur borðspilið verði ófáanlegt um nokkurt skeið. Gísli tekur það þó ekki nærri sér þegar honum er steypt af stóli og samkvæmt honum er talsverð rótering á efstu sætum listans. „Þetta er samfélag þeirra sem hafa gaman af orðaleiknum og það eiga allir að vera með og öll dýrin að vera í skóginum að vera vinir, ég er voðalega hrifinn af þeirri líkingu,“ segir Gísli hress.Áhugi á endurframleiðslu Áhugi er fyrir því að reyna að hefja endurframleiðslu á borðspilinu og hefur Reynir reynt að koma því í farveg en segir það hafa gengið hægt, því þótt stórgott sé að spila á netinu þá er enn skemmtilegra að grípa í borðspil og því er Gísli sammála: „Það er náttúrulega langskemmtilegast að spila við fólk í holdinu.“ Reynir hefur skraflað af og til frá ellefu ára aldri, en síðustu tvö ár hefur hann skraflað af meiri þunga. Hann og Gísli skrafla oft saman á netinu en Reynir hefur færst örlítið niður topplistann á síðustu vikum en kippir sér ekki mikið upp við það. „Mér finnst ágætt að vera ekki á toppnum og taka þá bara Íslandsmeistaratitilinn næst, svona án þess að nokkur búist við því. Ég hef stundum verið efstur en svo er ég búinn að spila illa núna síðustu tvær vikur og hrundi niður listann. Ég er að reyna að laga það og skora á Gísla, ég er að vinna hann núna en hann hefur sjálfsagt ekki sagt þér það,“ segir Reynir og hlær.Skraflið kemur að góðum notum Gísli og Reynir eru sammála um það að skraflið sé góður orðaleikur fyrir unga sem aldna og komi meðal annars að góðum notum í íslenskukennslu, en þó sé það ekki síðra fyrir þá sem eldri eru. „Ég ætla nú ekki að fara að tala eins og gamalmenni en ég verð sextugur í vor og þetta er eitt af því sem hjálpar manni að viðhalda andlegri færni og að kalka ekki, svo get ég líka spilað þetta við barnabörnin mín,“ segir Gísli hress að lokum. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Þeir Gísli Ásgeirsson og Reynir Hjálmarsson, meðlimur í stjórn Skraflfélags Íslands og fyrsti Íslandsmeistarinn í skrafli, eru meðal þeirra sjö þúsund notenda sem spila orðaleikinn góðkunna Skrafl á vefsíðunni Netskrafl.is. Gísli er núverandi Íslandsmeistari í skrafli og átti toppsætið á síðunni fyrir páska og hefur síðastliðna mánuði verið ofarlega á topplista netskraflsins, en um toppsætið ríkir jafnan hörð barátta.Tekur skraflið fram yfir sjónvarpið „Ég skrafla í hádeginu og kaffitímanum, svo skrafla ég dálítið á kvöldin. Ég tek þetta fram yfir sjónvarpið enda ekkert sérstakt í sjónvarpinu sem lokkar mann nema norrænar kvikmyndir sem maður sér öðru hverju,“ segir hann glaður í bragði, en talsvert hefur færst í aukana að fólk skrafli á netinu og hefur borðspilið verði ófáanlegt um nokkurt skeið. Gísli tekur það þó ekki nærri sér þegar honum er steypt af stóli og samkvæmt honum er talsverð rótering á efstu sætum listans. „Þetta er samfélag þeirra sem hafa gaman af orðaleiknum og það eiga allir að vera með og öll dýrin að vera í skóginum að vera vinir, ég er voðalega hrifinn af þeirri líkingu,“ segir Gísli hress.Áhugi á endurframleiðslu Áhugi er fyrir því að reyna að hefja endurframleiðslu á borðspilinu og hefur Reynir reynt að koma því í farveg en segir það hafa gengið hægt, því þótt stórgott sé að spila á netinu þá er enn skemmtilegra að grípa í borðspil og því er Gísli sammála: „Það er náttúrulega langskemmtilegast að spila við fólk í holdinu.“ Reynir hefur skraflað af og til frá ellefu ára aldri, en síðustu tvö ár hefur hann skraflað af meiri þunga. Hann og Gísli skrafla oft saman á netinu en Reynir hefur færst örlítið niður topplistann á síðustu vikum en kippir sér ekki mikið upp við það. „Mér finnst ágætt að vera ekki á toppnum og taka þá bara Íslandsmeistaratitilinn næst, svona án þess að nokkur búist við því. Ég hef stundum verið efstur en svo er ég búinn að spila illa núna síðustu tvær vikur og hrundi niður listann. Ég er að reyna að laga það og skora á Gísla, ég er að vinna hann núna en hann hefur sjálfsagt ekki sagt þér það,“ segir Reynir og hlær.Skraflið kemur að góðum notum Gísli og Reynir eru sammála um það að skraflið sé góður orðaleikur fyrir unga sem aldna og komi meðal annars að góðum notum í íslenskukennslu, en þó sé það ekki síðra fyrir þá sem eldri eru. „Ég ætla nú ekki að fara að tala eins og gamalmenni en ég verð sextugur í vor og þetta er eitt af því sem hjálpar manni að viðhalda andlegri færni og að kalka ekki, svo get ég líka spilað þetta við barnabörnin mín,“ segir Gísli hress að lokum.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“