Viðskipti innlent

Fengu 94,6 milljónir eftir sölu DataMarket

jón hákon halldórsson skrifar
Investa
Investa
Hagnaður Investa fjárfestingafélagsins nam 92,7 milljónum króna á síðasta ári og námu tekjur félagsins 98,6 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem hefur verið birtur í ársreikningaskrá.

Tap félagsins árið áður nam hins vegar 153 þúsundum króna. Stærstur hluti tekna félagsins, eða 94,6 milljónir króna, var hagnaður af sölu hlutabréfa. Vaxtatekjur skiluðu svo um fjórum milljónum króna. Félagið hafði engar tekjur af sölu hlutabréfa árið á undan. Hagnaðurinn er einkum kominn til vegna sölu á hlut í DataMarket. Eins og fram hefur komið keypti Quilk Data Market síðla á síðasta ári.

Investa fjárfestingafélag fjárfestir mest í tæknifyrirtækjum. Í lok síðasta árs átti félagið hlut í CAOZ, sem framleiðir tölvuteiknimyndir fyrir alþjóðlegan markað, Meniga, Mint Solutions og Oz.

Investa er í eigu félaganna Hauks Þorkelssonar, Jóhanns Tómasar Sigurðssonar og Hilmars Gunnarssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×