Hagsmunir þjóðarinnar eða hrægammanna Lilja Mósesdóttir skrifar 14. mars 2015 07:00 Baráttunni við kröfuhafa er enn ekki lokið, þrátt fyrir að Ísland hafi unnið Icesave-málið, „útskrifast með láði frá AGS“ og sent nokkra „bankaræningja“ í fangelsi. Fyrsta hluta baráttunnar lauk í janúar 2013 þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði því að íslenskir skattgreiðendur hefðu brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar með því að taka ekki á sig ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. AGS er aftur kominn til Íslands og nú til að aðstoða við lausn peningahengjunnar sem var búin til fyrir hrun með sölu svokallaðra jökla- og krónubréfa til áhættufjárfesta. Þegar ljóst var orðið að íslensku bankarnir væru að falla reyndu erlendu áhættufjárfestarnir að selja þessar eignir og koma aflandskrónueignum sínum úr landi. Ef kostnaður Íslendinga af hruninu á ekki að slá heimsmet verður lausn hengjunnar að taka mið af krísuregluverki ESB frá 2013. Fjármálakreppan á Íslandi er skv. útreikningum AGS meðal 10 dýrustu í heimi hvað varðar beinan útlagðan kostnað skattgreiðenda og skuldsetningu ríkissjóðs. Frá 2008 til 2011 nam beinn útlagður kostnaður skattgreiðenda 44% af vergri landsframleiðslu (VLF) og skuldir ríkissjóðs jukust um 72%, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki haft burði til að veita bönkum í fallhættu ríkisaðstoð eins og gert var m.a. á Írlandi. Þegar bankarnir á Íslandi hrundu 2008 féll gengi íslensku krónunnar um 60% gagnvart evrunni. AGS brást við með því að innleiða tímabundin höft sem settu m.a. þak á krónuupphæðina sem hægt var að skipta yfir í erlendan gjaldeyri. Fjármagnshöftin eru enn við lýði, þrátt fyrir að þau séu brot á EES-samningnum. Höftin hafa hins vegar komið í veg fyrir botnlaust gengishrun krónunnar af völdum aflandskróna á leið úr landi (um 40% af VLF árið 2008). Áður en AGS fór frá Íslandi árið 2011 aðstoðaði sjóðurinn Seðlabanka Íslands við að koma á uppboðsmarkaði fyrir annars vegar þá sem vildu fara með krónueignir sínar úr landi á lægra gengi og hins vegar fjárfesta sem vildu kaupa krónur með afslætti. Uppboðsmarkaðurinn hefur minnkað aflandskrónuvandann og hann er núna um 16% af VLF. Peningahengjan mun hins vegar stækka fljótlega og verða um 42% af VLF þegar hrægammar og aðrir kröfuhafar fá greiddar peningaeignir úr þrotabúum gömlu bankanna. Aðrar eignir þrotabúanna á leið til hrægamma og annarra kröfuhafa eru ekki peningaeignir heldur m.a. verðbréf og er áætlað að þær nemi um 76% af VLF.Á herðar skattgreiðenda Tillögur sem heyrst hafa frá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fela í sér útgönguskatt á bilinu 20-45% og tilboð um ríkisskuldabréf til 30 ára á afslætti. Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega „réttlæta“ þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga). Því miður mun 45% útgönguskattur ekki duga til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. Gjaldeyriseign þjóðarinnar nemur ekki nema um 3% af VLF og útstreymi eftir að 45% útgönguskattur hefur verið lagður á gæti numið allt að 23% af VLF. Gengishrun krónunnar af völdum peningahengjunnar mun leiða til gífurlegrar hækkunar á verði innfluttra vara og verðtryggðra lána. Stjórnvöld gætu notað lán í erlendum gjaldmiðlum frá AGS og norrænu þjóðunum til að fjármagna útstreymi peningahengjunnar og komið þannig í veg fyrir gengishrun. Ef þessi erlendu lán verða notuð eða genginu leyft að falla til að leysa peningahengjuvandann, þá er í raun verið að koma byrðum fjármálakreppunnar af baki hrægammasjóða og áhættufjárfesta yfir á herðar skattgreiðenda sem eru með laun í krónum og verðtryggð lán. Útgönguskatturinn þarf að vera mun hærri en 45% til að lausn peningahengjunnar verði í samræmi við reglur ESB frá 2013 um að eigendur banka og kröfuhafar eigi að taka á sig kostnaðinn vegna gjaldþrots þeirra. Eigendur gömlu bankanna töpuðu andvirði hlutabréfa sinna við fall þeirra og margir kröfuhafar tóku á sig 70-96% lækkun á nafnvirði krafna sinna þegar þeir seldu kröfurnar hrægammasjóðum og áhættufjárfestum. Nú hóta þessir sömu hrægammasjóðir og áhættufjárfestar ríkinu lögsókn fái þeir ekki kröfur sínar nánast að fullu endurgreiddar. AGS, „vinstristjórnin“ og hægristjórnin sem nú situr hafa fram til þessa ekki haft hugrekki til að leysa peningahengjuvandann í samræmi við regluverk ESB frá 2013. Á meðan stækkar hengjan og ef hún fer af stað verður Ísland sýningardæmi um hvernig hrægömmum og öðrum kröfuhöfum tókst að koma stórum hluta af byrðum sínum yfir á launafólk, skattgreiðendur og skuldsett fyrirtæki og heimili. Hrynji peningahengjan yfir okkur kemst Ísland aftur í heimspressuna – ekki vegna eldgoss heldur mótmæla og uppþota almennings.Þessi grein birtist jafnframt á http://www.socialeurope.eu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Baráttunni við kröfuhafa er enn ekki lokið, þrátt fyrir að Ísland hafi unnið Icesave-málið, „útskrifast með láði frá AGS“ og sent nokkra „bankaræningja“ í fangelsi. Fyrsta hluta baráttunnar lauk í janúar 2013 þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði því að íslenskir skattgreiðendur hefðu brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar með því að taka ekki á sig ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. AGS er aftur kominn til Íslands og nú til að aðstoða við lausn peningahengjunnar sem var búin til fyrir hrun með sölu svokallaðra jökla- og krónubréfa til áhættufjárfesta. Þegar ljóst var orðið að íslensku bankarnir væru að falla reyndu erlendu áhættufjárfestarnir að selja þessar eignir og koma aflandskrónueignum sínum úr landi. Ef kostnaður Íslendinga af hruninu á ekki að slá heimsmet verður lausn hengjunnar að taka mið af krísuregluverki ESB frá 2013. Fjármálakreppan á Íslandi er skv. útreikningum AGS meðal 10 dýrustu í heimi hvað varðar beinan útlagðan kostnað skattgreiðenda og skuldsetningu ríkissjóðs. Frá 2008 til 2011 nam beinn útlagður kostnaður skattgreiðenda 44% af vergri landsframleiðslu (VLF) og skuldir ríkissjóðs jukust um 72%, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki haft burði til að veita bönkum í fallhættu ríkisaðstoð eins og gert var m.a. á Írlandi. Þegar bankarnir á Íslandi hrundu 2008 féll gengi íslensku krónunnar um 60% gagnvart evrunni. AGS brást við með því að innleiða tímabundin höft sem settu m.a. þak á krónuupphæðina sem hægt var að skipta yfir í erlendan gjaldeyri. Fjármagnshöftin eru enn við lýði, þrátt fyrir að þau séu brot á EES-samningnum. Höftin hafa hins vegar komið í veg fyrir botnlaust gengishrun krónunnar af völdum aflandskróna á leið úr landi (um 40% af VLF árið 2008). Áður en AGS fór frá Íslandi árið 2011 aðstoðaði sjóðurinn Seðlabanka Íslands við að koma á uppboðsmarkaði fyrir annars vegar þá sem vildu fara með krónueignir sínar úr landi á lægra gengi og hins vegar fjárfesta sem vildu kaupa krónur með afslætti. Uppboðsmarkaðurinn hefur minnkað aflandskrónuvandann og hann er núna um 16% af VLF. Peningahengjan mun hins vegar stækka fljótlega og verða um 42% af VLF þegar hrægammar og aðrir kröfuhafar fá greiddar peningaeignir úr þrotabúum gömlu bankanna. Aðrar eignir þrotabúanna á leið til hrægamma og annarra kröfuhafa eru ekki peningaeignir heldur m.a. verðbréf og er áætlað að þær nemi um 76% af VLF.Á herðar skattgreiðenda Tillögur sem heyrst hafa frá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fela í sér útgönguskatt á bilinu 20-45% og tilboð um ríkisskuldabréf til 30 ára á afslætti. Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega „réttlæta“ þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga). Því miður mun 45% útgönguskattur ekki duga til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. Gjaldeyriseign þjóðarinnar nemur ekki nema um 3% af VLF og útstreymi eftir að 45% útgönguskattur hefur verið lagður á gæti numið allt að 23% af VLF. Gengishrun krónunnar af völdum peningahengjunnar mun leiða til gífurlegrar hækkunar á verði innfluttra vara og verðtryggðra lána. Stjórnvöld gætu notað lán í erlendum gjaldmiðlum frá AGS og norrænu þjóðunum til að fjármagna útstreymi peningahengjunnar og komið þannig í veg fyrir gengishrun. Ef þessi erlendu lán verða notuð eða genginu leyft að falla til að leysa peningahengjuvandann, þá er í raun verið að koma byrðum fjármálakreppunnar af baki hrægammasjóða og áhættufjárfesta yfir á herðar skattgreiðenda sem eru með laun í krónum og verðtryggð lán. Útgönguskatturinn þarf að vera mun hærri en 45% til að lausn peningahengjunnar verði í samræmi við reglur ESB frá 2013 um að eigendur banka og kröfuhafar eigi að taka á sig kostnaðinn vegna gjaldþrots þeirra. Eigendur gömlu bankanna töpuðu andvirði hlutabréfa sinna við fall þeirra og margir kröfuhafar tóku á sig 70-96% lækkun á nafnvirði krafna sinna þegar þeir seldu kröfurnar hrægammasjóðum og áhættufjárfestum. Nú hóta þessir sömu hrægammasjóðir og áhættufjárfestar ríkinu lögsókn fái þeir ekki kröfur sínar nánast að fullu endurgreiddar. AGS, „vinstristjórnin“ og hægristjórnin sem nú situr hafa fram til þessa ekki haft hugrekki til að leysa peningahengjuvandann í samræmi við regluverk ESB frá 2013. Á meðan stækkar hengjan og ef hún fer af stað verður Ísland sýningardæmi um hvernig hrægömmum og öðrum kröfuhöfum tókst að koma stórum hluta af byrðum sínum yfir á launafólk, skattgreiðendur og skuldsett fyrirtæki og heimili. Hrynji peningahengjan yfir okkur kemst Ísland aftur í heimspressuna – ekki vegna eldgoss heldur mótmæla og uppþota almennings.Þessi grein birtist jafnframt á http://www.socialeurope.eu/
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun