Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Stjarnan vann sigurstranglegra lið KR í bikarúrslitum alveg eins og gerðist í úrslitunum 2009. vísir/Þórdís „It´s all just a little bit of history repeating,“ söng Shirley Bassey í lagi Propellerheads árið 1997, fullkomlega ómeðvituð um að það yrði þemalag bikarúrslitaleiks karla í körfubolta á Íslandi 18 árum síðar. Á laugardaginn skellti Stjarnan besta liðinu á Íslandi í dag, KR, í mögnuðum bikarúrslitaleik, 85-83. Garðbæingar endurtóku leikinn frá því 2009 þegar þeir lögðu draumalið KR með Jón Arnór Stefánsson innanborðs, 78-76.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Sagan endurtók sig svo sannarlega í Höllinni og enn eina ferðina fóru leikmenn KR heim með silfurverðlaun um hálsinn. KR hefur aðeins unnið einn bikarmeistaratitil síðan 1992 í sex tilraunum. Eini þjálfarinn sem gat gert KR að Íslandsmeisturum á síðustu 23 árum, Hrafn Kristjánsson, var einmitt á hinum varamannabekknum að innbyrða þriðja bikarmeistaratitil Stjörnumanna.Sjúkraþjálfari KR biður um skiptingu fyrir Pavel sem átti eftir að skipta sköpum.vísir/þórdísAlvöru endurkoma Fyrir fimm árum voru það Stjörnumenn sem höfðu forystuna nær allan leikinn. Þegar tólf mínútur voru eftir þá hafði Stjarnan ellefu stiga forystu, en á laugardaginn voru Garðbæingar í eltingarleik, átta stigum undir, 68-60, þegar tólf mínútur voru eftir. Stjarnan var enn undir, 79-73, þegar rétt tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þá meiddist Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og allt snerist á haus fyrir Vesturbæinga. Þeir komust í 83-79 en eftir það skoraði Stjarnan sex síðustu stigin og tryggði sér sigurinn.Sjá einnig:Stjarnan bikarmeistari 2015 í karlaflokki | Myndaveisla Sóknarleikur KR án Pavels var mjög stirður. KR-ingar létu hirða af sér boltann fimm sinnum á síðustu mínútum og Stjarnan fékk auðveld stig. Eftir að hafa ekki verið yfir síðan á 14. mínútu tók Stjarnan forystuna, 85-83, með tveimur vítaskotum Jeremy Atkinson. En eftir allt puðið án Pavels fékk KR síðasta skotið, reyndar síðustu tvö skotin. Helgi Már Magnússon skaut tveimur galopnum þristum fyrir sigrinum þegar leiktíminn var að renna út. KR-ingar hefðu líklega ekki viljað að neinn annar myndi skjóta, nema kannski Brynjar Þór. Helgi var búinn að hitta úr tveimur þriggja stiga skotum af sex fyrir síðustu tvær tilraunirnar. Öll tölfræðin sagði að hann myndi hitta úr öðru hvoru. En síðasta skotið rúllaði ofan í og upp úr aftur. Spjaldið varð rautt, leiktíminn rann út og frábærir stuðningsmenn Stjörnunnar trylltust af gleði.Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn, eða sá besti.vísir/þórdísJustin bestur í Höllinni Justin Shouse, Bandaríski Íslendingurinn frá Erie í Pennsylvaníu, var magnaður í liði Stjörnunnar og var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn að leiknum loknum. Justin stimplaði sig inn í leiknum sem „Herra Bikar“, en hann hefur nú unnið bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum í fjórum tilraunum og alltaf átt stórleik. Gegn KR að þessu sinni spilaði hann eins og sannur herforingi undir lokin. Hann stýrði sóknarleiknum eins og hann gerir svo vel, hélt sínum mönnum rólegum og stal tveimur boltum; þar á meðal stal hann boltanum af Michael Craion í næst síðustu sókn KR-inga. Justin vann bikarinn fyrst með Snæfelli 2008 og skoraði þá 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hann hefur svo unnið þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni, þar af tvo í leikjum gegn mun sigurstranglegri liðum KR. Í heildina hefur þessi magnaði leikmaður skorað 20,5 stig, gefið 9,5 stoðsendingar og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í bikarúrslitaleikjunum fjórum sem hann hefur unnið.Jeremy Atkinson átti stórleik, en hér sækir hann að körfu KR-inga.vísir/þórdísMisstum tökin „Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel út af, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn,“ bætti þjálfarinn við og Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir orðin með Pavel. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökin þegar Pavel fer út af meiddur á ögurstundu,“ sagði hann. „Stjarnan komst á lagið. Þeir keyrðu í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Brynjar Þór: Vorum með leikinn í okkar höndum „Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. 21. febrúar 2015 18:46 Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu "Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:41 Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára "Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:38 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
„It´s all just a little bit of history repeating,“ söng Shirley Bassey í lagi Propellerheads árið 1997, fullkomlega ómeðvituð um að það yrði þemalag bikarúrslitaleiks karla í körfubolta á Íslandi 18 árum síðar. Á laugardaginn skellti Stjarnan besta liðinu á Íslandi í dag, KR, í mögnuðum bikarúrslitaleik, 85-83. Garðbæingar endurtóku leikinn frá því 2009 þegar þeir lögðu draumalið KR með Jón Arnór Stefánsson innanborðs, 78-76.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Sagan endurtók sig svo sannarlega í Höllinni og enn eina ferðina fóru leikmenn KR heim með silfurverðlaun um hálsinn. KR hefur aðeins unnið einn bikarmeistaratitil síðan 1992 í sex tilraunum. Eini þjálfarinn sem gat gert KR að Íslandsmeisturum á síðustu 23 árum, Hrafn Kristjánsson, var einmitt á hinum varamannabekknum að innbyrða þriðja bikarmeistaratitil Stjörnumanna.Sjúkraþjálfari KR biður um skiptingu fyrir Pavel sem átti eftir að skipta sköpum.vísir/þórdísAlvöru endurkoma Fyrir fimm árum voru það Stjörnumenn sem höfðu forystuna nær allan leikinn. Þegar tólf mínútur voru eftir þá hafði Stjarnan ellefu stiga forystu, en á laugardaginn voru Garðbæingar í eltingarleik, átta stigum undir, 68-60, þegar tólf mínútur voru eftir. Stjarnan var enn undir, 79-73, þegar rétt tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þá meiddist Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og allt snerist á haus fyrir Vesturbæinga. Þeir komust í 83-79 en eftir það skoraði Stjarnan sex síðustu stigin og tryggði sér sigurinn.Sjá einnig:Stjarnan bikarmeistari 2015 í karlaflokki | Myndaveisla Sóknarleikur KR án Pavels var mjög stirður. KR-ingar létu hirða af sér boltann fimm sinnum á síðustu mínútum og Stjarnan fékk auðveld stig. Eftir að hafa ekki verið yfir síðan á 14. mínútu tók Stjarnan forystuna, 85-83, með tveimur vítaskotum Jeremy Atkinson. En eftir allt puðið án Pavels fékk KR síðasta skotið, reyndar síðustu tvö skotin. Helgi Már Magnússon skaut tveimur galopnum þristum fyrir sigrinum þegar leiktíminn var að renna út. KR-ingar hefðu líklega ekki viljað að neinn annar myndi skjóta, nema kannski Brynjar Þór. Helgi var búinn að hitta úr tveimur þriggja stiga skotum af sex fyrir síðustu tvær tilraunirnar. Öll tölfræðin sagði að hann myndi hitta úr öðru hvoru. En síðasta skotið rúllaði ofan í og upp úr aftur. Spjaldið varð rautt, leiktíminn rann út og frábærir stuðningsmenn Stjörnunnar trylltust af gleði.Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn, eða sá besti.vísir/þórdísJustin bestur í Höllinni Justin Shouse, Bandaríski Íslendingurinn frá Erie í Pennsylvaníu, var magnaður í liði Stjörnunnar og var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn að leiknum loknum. Justin stimplaði sig inn í leiknum sem „Herra Bikar“, en hann hefur nú unnið bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum í fjórum tilraunum og alltaf átt stórleik. Gegn KR að þessu sinni spilaði hann eins og sannur herforingi undir lokin. Hann stýrði sóknarleiknum eins og hann gerir svo vel, hélt sínum mönnum rólegum og stal tveimur boltum; þar á meðal stal hann boltanum af Michael Craion í næst síðustu sókn KR-inga. Justin vann bikarinn fyrst með Snæfelli 2008 og skoraði þá 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Hann hefur svo unnið þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni, þar af tvo í leikjum gegn mun sigurstranglegri liðum KR. Í heildina hefur þessi magnaði leikmaður skorað 20,5 stig, gefið 9,5 stoðsendingar og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í bikarúrslitaleikjunum fjórum sem hann hefur unnið.Jeremy Atkinson átti stórleik, en hér sækir hann að körfu KR-inga.vísir/þórdísMisstum tökin „Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn. „Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel út af, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn,“ bætti þjálfarinn við og Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tók undir orðin með Pavel. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en misstum tökin þegar Pavel fer út af meiddur á ögurstundu,“ sagði hann. „Stjarnan komst á lagið. Þeir keyrðu í bakið á okkur og skoruðu auðveldar körfur. Stjarnan á þetta bara fyllilega skilið.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Brynjar Þór: Vorum með leikinn í okkar höndum „Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. 21. febrúar 2015 18:46 Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu "Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:41 Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára "Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:38 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Brynjar Þór: Vorum með leikinn í okkar höndum „Maður er bara sársvekktur, enda ekki annað hægt,“ segir Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir ósigurinn gegn Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. 21. febrúar 2015 18:46
Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu "Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:41
Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára "Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag. 21. febrúar 2015 18:38