Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn telja bæjaryfirvöld hafa brotið á friðhelgi einkalífs með skoðun á símnotkun. Fréttablaðið/GVA „Mönnum er auðvitað brugðið,“ segir Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, um símtalamálið á bæjarskrifstofunum. Fram hefur komið að Hafnarfjarðarbær fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl úr númerum sem tengjast bænum fyrir sex klukkustunda tímabil 14. nóvember í fyrra. Ætlunin var að komast að því hvort og þá hver hefði boðað starfsmann hafnarstjórnar á fund í ráðhúsinu. Þrír bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. „Þetta snýr að öllum stofnunum bæjarins. Þessi gjörningur kemur náttúrlega svolítið flatt upp á menn þannig að þeir vita eiginlega ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga,“ segir Karl. Aðspurður kveðst Karl ekki telja að bæjarstarfsmenn hafi vitað að þeir hafi mátt eiga von á að símnotkun þeirra yrði skoðuð af bæjaryfirvöldum. Á innri vef bæjarins séu upplýsingar um reglur varðandi tölvupóstsnotkun þar sem fram kemur að bærinn megi skoða tölvupóst starfsmanna í afmörkuðum tilfellum. Hins vegar sé þar ekkert varðandi símtöl. „Þetta er bara algjörlega nýtt,“ segir hann. „Það sem við og aðrir bíðum eftir er úrskurður Persónuverndar. Boltinn er eiginlega þar.“ Þá segir Karl að enginn bæjarstarfsmaður hafi snúið sér formlega til starfsmannafélagsins og beðið það að beita sér í málinu. „En ég veit að þetta er rætt í bæjarkerfinu. Við viljum bara taka næstu skref þegar viðbrögð Persónuverndar liggja fyrir og verðum þá að sjálfsögðu í sambandi við okkar lögfræðinga. En við erum ekki komin þangað.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hefði á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag sagst sjálfur hafa skoðað símagögnin. Mátti ráða þetta af ræðu bæjarstjórans þegar hann las upp úr tölvupósti sem hann kvaðst hafa sent sem svar til bæjarfulltrúanna þriggja sem kvörtuðu til Persónuverndar. Hið rétta er að bæjarstjórinn var þá að vitna til orða undirmanns síns. Haraldur undirstrikaði það síðar á fundinum til að fyrirbyggja misskilning en það fór fram hjá blaðamanni. Í ljósi þessa máls óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum frá fjórum stærstu símafyrirtækjunum varðandi aðgang vinnuveitenda að símatalanotkun starfsmanna. Síminn, Tal/365 og Vodafone segja að sá sem sé áskrifandi að númerinu eigi rétt á þeim upplýsingum. Þannig að sé vinnuveitandi rétthafi númersins fær það upplýsingarnar. Í svari Nova segir hins vegar að fyrirtæki geti aðeins fengið upplýsingar um kostnað en ekki sundurliðun á notkuninni. „Samkvæmt reglum Persónuverndar um rafræna vöktun þá ber fyrirtækinu að tilkynna starfsmanni fyrirfram um að það kunni að fylgjast með símanotkun áður en honum er afhent viðkomandi númer,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, í svari sínu. Þá voru fyrirtækin spurð hvort það sama ætti við um netnotkun starfsmanna sem væru með net frá vinnuveitanda. Svarið var samhljóða að einungis væru veittar upplýsingar um gagnamagnið en ekki hvaðan gögnin eru sótt. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
„Mönnum er auðvitað brugðið,“ segir Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, um símtalamálið á bæjarskrifstofunum. Fram hefur komið að Hafnarfjarðarbær fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl úr númerum sem tengjast bænum fyrir sex klukkustunda tímabil 14. nóvember í fyrra. Ætlunin var að komast að því hvort og þá hver hefði boðað starfsmann hafnarstjórnar á fund í ráðhúsinu. Þrír bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa sent Persónuvernd kvörtun vegna málsins. „Þetta snýr að öllum stofnunum bæjarins. Þessi gjörningur kemur náttúrlega svolítið flatt upp á menn þannig að þeir vita eiginlega ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga,“ segir Karl. Aðspurður kveðst Karl ekki telja að bæjarstarfsmenn hafi vitað að þeir hafi mátt eiga von á að símnotkun þeirra yrði skoðuð af bæjaryfirvöldum. Á innri vef bæjarins séu upplýsingar um reglur varðandi tölvupóstsnotkun þar sem fram kemur að bærinn megi skoða tölvupóst starfsmanna í afmörkuðum tilfellum. Hins vegar sé þar ekkert varðandi símtöl. „Þetta er bara algjörlega nýtt,“ segir hann. „Það sem við og aðrir bíðum eftir er úrskurður Persónuverndar. Boltinn er eiginlega þar.“ Þá segir Karl að enginn bæjarstarfsmaður hafi snúið sér formlega til starfsmannafélagsins og beðið það að beita sér í málinu. „En ég veit að þetta er rætt í bæjarkerfinu. Við viljum bara taka næstu skref þegar viðbrögð Persónuverndar liggja fyrir og verðum þá að sjálfsögðu í sambandi við okkar lögfræðinga. En við erum ekki komin þangað.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri hefði á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag sagst sjálfur hafa skoðað símagögnin. Mátti ráða þetta af ræðu bæjarstjórans þegar hann las upp úr tölvupósti sem hann kvaðst hafa sent sem svar til bæjarfulltrúanna þriggja sem kvörtuðu til Persónuverndar. Hið rétta er að bæjarstjórinn var þá að vitna til orða undirmanns síns. Haraldur undirstrikaði það síðar á fundinum til að fyrirbyggja misskilning en það fór fram hjá blaðamanni. Í ljósi þessa máls óskaði Fréttablaðið eftir upplýsingum frá fjórum stærstu símafyrirtækjunum varðandi aðgang vinnuveitenda að símatalanotkun starfsmanna. Síminn, Tal/365 og Vodafone segja að sá sem sé áskrifandi að númerinu eigi rétt á þeim upplýsingum. Þannig að sé vinnuveitandi rétthafi númersins fær það upplýsingarnar. Í svari Nova segir hins vegar að fyrirtæki geti aðeins fengið upplýsingar um kostnað en ekki sundurliðun á notkuninni. „Samkvæmt reglum Persónuverndar um rafræna vöktun þá ber fyrirtækinu að tilkynna starfsmanni fyrirfram um að það kunni að fylgjast með símanotkun áður en honum er afhent viðkomandi númer,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, í svari sínu. Þá voru fyrirtækin spurð hvort það sama ætti við um netnotkun starfsmanna sem væru með net frá vinnuveitanda. Svarið var samhljóða að einungis væru veittar upplýsingar um gagnamagnið en ekki hvaðan gögnin eru sótt.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira