Fjórðungur af framlaginu til Landsbanka skilað sér til baka Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 11:00 Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, setti Viðskiptaþing sem fram fór í síðustu viku. fréttablaðið/gva Undirbúningur að sölu á hluta í Landsbanka Íslands er á frumstigi, segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Markaðarins. Í fjárlagafrumvarpi ársins er heimild til sölu á um 15 prósenta hlut ríkisins í bankanum, en íslenska ríkið á samtals 98 prósent hlut. Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku skýrslu um starfsemi hins opinbera. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hægt yrði að minnka skuldir hins opinbera um 800 milljarða, eða um helming, með sölu ríkiseigna. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum og gerir tillögur til ráðherra um hvort og hvenær tilteknir eignarhlutir verði boðnir til sölu. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er stefnt að sölunni, við höfum ekki sent frá okkur neina tillögu þess efnis en ráðherra hefur lagt línurnar,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar. „Við erum í mikilli vinnu núna við að fara yfir söluferli, verðmat, mögulega kaupendur og erum í forvinnu,“ bætir hann við. Í ársskýrslu er farið yfir hvernig hægt er að endurheimta þá fjármuni sem ríkið hefur sett í bankana. „Það sem við höfum gert hingað til er að við höfum ákveðið að sitja á eignarhlutnum og höfum talið best að endurheimta fjármuni með því að láta bankann greiða arð. Við sáum það að bankarnir myndu hagnast vel á afskriftum, sölu eigna og svo framvegis,“ segir Jón Gunnar. Hann bendir á að búið sé að endurheimta um 25 prósent af þeim peningum sem voru settir í bankann án þess að selja krónu. „Það var ákvörðun sem við tókum, að bíða með að selja í stað þess að selja hluti í honum á meðan verðmat á bönkum var í lægra lagi og innlendur hlutabréfamarkaður ekki að fullu endurreistur,“ segir Jón Gunnar. Landsbankinn greiddi eigendum sínum um 20 milljarða í arð í fyrra og 10 milljarða þar áður. „Og við höfum fengið 97,9 prósent af því,“ segir Jón Gunnar. Ríkið lagði aftur á móti 122 milljarða króna í endurreisn bankans eftir hrun hans 2008. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir bankann vissulega hafa skilað ríkissjóði góðum arði, en óvíst sé hversu lengi hann muni gera það. Hann telur ekki víst að það sé tímabært að selja hlut í bankanum á þessu ári. Það er í sjálfu sér allt í lagi að skoða þetta en mér finnst ekki liggja á þessu. „Það liggur ekki lífið á að selja Landsbankann, hann skilar góðum arði,“ segir Frosti. Frosti bendir á að það sé miklu meira forgangsverkefni að vinna að losun fjármagnshaftanna og hugsanlega sé betra að bíða með sölu á hlut í bankanum þar til það verkefni er frá. „Kannski er það sem við ættum að gera að setja bankanum þá eigendastefnu að vera leiðandi í því að bjóða íbúum þessa lands betri kjör,“ segir Frosti. Það væru rök fyrir því að eiga bankann áfram. Sé einn banki leiðandi í því þá muni hinir tveir bankarnir fylgja. Með þessu mætti bæta lífskjör fólksins í landinu. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Undirbúningur að sölu á hluta í Landsbanka Íslands er á frumstigi, segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Markaðarins. Í fjárlagafrumvarpi ársins er heimild til sölu á um 15 prósenta hlut ríkisins í bankanum, en íslenska ríkið á samtals 98 prósent hlut. Viðskiptaráð Íslands birti í síðustu viku skýrslu um starfsemi hins opinbera. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hægt yrði að minnka skuldir hins opinbera um 800 milljarða, eða um helming, með sölu ríkiseigna. Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum og gerir tillögur til ráðherra um hvort og hvenær tilteknir eignarhlutir verði boðnir til sölu. „Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er stefnt að sölunni, við höfum ekki sent frá okkur neina tillögu þess efnis en ráðherra hefur lagt línurnar,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar. „Við erum í mikilli vinnu núna við að fara yfir söluferli, verðmat, mögulega kaupendur og erum í forvinnu,“ bætir hann við. Í ársskýrslu er farið yfir hvernig hægt er að endurheimta þá fjármuni sem ríkið hefur sett í bankana. „Það sem við höfum gert hingað til er að við höfum ákveðið að sitja á eignarhlutnum og höfum talið best að endurheimta fjármuni með því að láta bankann greiða arð. Við sáum það að bankarnir myndu hagnast vel á afskriftum, sölu eigna og svo framvegis,“ segir Jón Gunnar. Hann bendir á að búið sé að endurheimta um 25 prósent af þeim peningum sem voru settir í bankann án þess að selja krónu. „Það var ákvörðun sem við tókum, að bíða með að selja í stað þess að selja hluti í honum á meðan verðmat á bönkum var í lægra lagi og innlendur hlutabréfamarkaður ekki að fullu endurreistur,“ segir Jón Gunnar. Landsbankinn greiddi eigendum sínum um 20 milljarða í arð í fyrra og 10 milljarða þar áður. „Og við höfum fengið 97,9 prósent af því,“ segir Jón Gunnar. Ríkið lagði aftur á móti 122 milljarða króna í endurreisn bankans eftir hrun hans 2008. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir bankann vissulega hafa skilað ríkissjóði góðum arði, en óvíst sé hversu lengi hann muni gera það. Hann telur ekki víst að það sé tímabært að selja hlut í bankanum á þessu ári. Það er í sjálfu sér allt í lagi að skoða þetta en mér finnst ekki liggja á þessu. „Það liggur ekki lífið á að selja Landsbankann, hann skilar góðum arði,“ segir Frosti. Frosti bendir á að það sé miklu meira forgangsverkefni að vinna að losun fjármagnshaftanna og hugsanlega sé betra að bíða með sölu á hlut í bankanum þar til það verkefni er frá. „Kannski er það sem við ættum að gera að setja bankanum þá eigendastefnu að vera leiðandi í því að bjóða íbúum þessa lands betri kjör,“ segir Frosti. Það væru rök fyrir því að eiga bankann áfram. Sé einn banki leiðandi í því þá muni hinir tveir bankarnir fylgja. Með þessu mætti bæta lífskjör fólksins í landinu.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira