Heima er bara langbest í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Dagur Kár Jónsson og félagar hans í Stjörnunni eru með 63 prósenta hærra sigurhlutfall á heimavelli en á útivelli í Dominos-deild karla í vetur. Hér skorar hann gegn Haukum í Garðabænum. Vísir/Andri Marinó Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Hversu mikilvægur er heimavöllurinn í Dominos-deild karla í körfubolta á tímabilinu? Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Sjö lið hafa unnið 75 prósent heimaleikja sinna og ekkert liðanna tólf er með betri árangur á útivelli en á heimavelli. Stjörnumenn eru í fjórða sæti en hafa samt aðeins náð að vinna tvo af átta útileikjum sínum í vetur. Þegar Keflavík mætti Njarðvík í Keflavík (og tapaði) þá átti liðið möguleika á að vera með fimm sigra í röð (á heimavelli) og fimm töp í röð (á útivelli) á sama tíma. Haukar unnu langþráðan sigur á mánudagskvöldið, þann fyrsta í tæpa tvo mánuði en fimm tapleikir í röð segja kannski ekki alla söguna. Fjórir leikjanna voru nefnilega á útivelli og Haukar eru í hópi margra liða deildarinnar sem virðast spila allt annan bolta á heimavelli en á útivelli. Haukar sem eru nú í 8. sæti deildarinnar eru eitt af sjö liðum sem hafa unnið sex eða fleiri af fyrstu átta heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. Grindvíkingar eru með áttunda besta heimavallarárangurinn, 63 prósenta sigurhlutfall þeirra í Röstinni dugar ekki til að koma þeim hærra.Snæfellsliðið sér á báti Snæfell er eina liðið í deildinni sem er með jafngóðan árangur á heima- og útivelli en öll hin ellefu liðin vinna fleiri leiki á heimavelli á útivelli. Snæfell er jafnframt það lið sem hefur unnið næstflesta útileiki (4) ásamt Tindastóli og Njarðvík. KR-ingar eru þar með yfirburðarstöðu enda með sjö sigra í átta leikjum. Eina tap þeirra var á Króknum og það er líka eina tap Íslandsmeistaranna á tímabilinu. Alls hafa 67 prósent leikja unnist á heimavelli í Dominos-deild karla í vetur og sjö af tólf liðum deildarinnar hafa ekki náð að vinna fleiri en tvo útileiki í fyrstu sextán umferðunum. Það þarf því ekki að halda langa tölu um mikilvægi heimavallarins í vetur. Sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni og sex stiga forskot KR-inga þýðir að það er lítil spenna um deildarmeistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa unnið alla átta heimaleiki sína og eru í góðum málum í öðru sætinu en það er þeim mun meiri spenna í baráttunni um þriðja og fjórða sætið eða tvö síðustu sætin sem gefa heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar.Fjögur stig á milli 3. og 8. sæti Það eru tólf stig eftir í pottinum en það munar bara fjórum stigum á liðunum í þriðja og áttunda sæti og inn í þetta mun síðan væntanlega koma flókinn útreikningur á innbyrðisviðureignum eftir lokaumferðina enda líklegt að mörg lið geti verið jöfn að stigum. Njarðvíkingar eru reyndar í fínum málum í þriðja sætinu því ekki eru þeir aðeins með heitasta Bandaríkjamanninn í deildinni heldur eru þeir líka búnir með leiki sína gegn efstu liðunum. Liðin spila tvo leiki á næstu fjórum dögum (Þór Þorl. og Haukar tvo á þremur dögum) og staðan gæti því verið mikið breytt eftir leik Fjölnis og Stjörnunnar á mánudagskvöldið. Liðin eru vön því að spila á um það bil vikufresti og því reynir á leikmenn á tímapunkti þegar ekkert má klikka í baráttunni um hinn lífsnauðsynlega heimavallarrétt. Í kvöld fara fram fimm leikir en þeir verða spilaðir í Hertz Hellinum í Seljaskóla (ÍR-Keflavík), í Ljónagryfjunni í Njarðvík (Njarðvík-Grindavík), DHL-höllinni í Frostaskjóli (KR-Snæfell), Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan-Skallagrímur) og Síkinu á Sauðárkróki (Tindastóll-Fjölnir). Sautjándu umferðinni lýkur síðan með leik Þórs og Hauka í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn á morgun.Svona mikið betra er að vera á heimavelliMjög mikill munur+63 prósent Stjarnan (Heima: 7 sigrar - 1 tap - Úti: 2 sigrar - 6 töp)+50 prósent Tindastóll (Heima: 8-0 - Úti: 4-4) Keflavík (Heima: 6-2 - Úti: 2-6) Haukar (Heima: 6-2 - Úti: 2-6)Mikill munur+38 prósent Þór Þorl. (Heima: 6-2 - Úti: 3-5) Grindavík (Heima: 5-3 - Úti: 2-6) Skallagrímur (Heima: 3-5 - Úti: 0-8)Munur+25 prósent Njarðvík (Heima: 6-2 - Úti: 4-4) Fjölnir (Heima: 3-5 - Úti: 1-7)+13 prósent KR (Heima: 8-0 - Úti: 7-1) ÍR (Heima: 2-6 - Úti: 1-7)Enginn munur+0 prósent Snæfell (Heima: 4-4 - Úti: 4-4)
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira