Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Payroll fer í badminton og Boot Camp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet Ósk Guðjónsdóttir segist telja að það sé aukinn áhugi meðal atvinnurekenda að útvista launavinnslunni.
Elísabet Ósk Guðjónsdóttir segist telja að það sé aukinn áhugi meðal atvinnurekenda að útvista launavinnslunni. vísir/ernir
Elísabet Ósk Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Payroll. Það er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að þjónusta fyrirtæki sem vilja útvista verkefnum varðandi laun og starfsmannamál. „Markmiðið er bara að þetta sé fyrsti kostur allra sem eru að leita sér að launaþjónustu. Við erum að koma að útreikningi launa og líka að greiða laun. Það er líka ráðgjöf varðandi vinnutengda samninga, ef fólk vantar ráðgjöf við að búa til samninga, ráðningasamninga og starfslokasamninga og svoleiðis,“ segir Elísabet.

Aðspurð segist Elísabet telja að það sé aukinn áhugi á meðal atvinnurekenda að útvista verkefnum eins og þessum. „Laun eru viðkvæmt mál og við bjóðum upp á það líka að fólk getur útvistað fyrir ákveðna starfsmenn, það þarf ekki að vera fyrir allt fyrirtækið, kannski stjórnendur eða þá sem eru með bónusa eða því um líkt,“ segir hún.

Elísabet segir að PayRoll sé að þróa reiknivél sem fyrirtækið leggi áherslu á og sé um þessar mundir að kynna fyrir mögulegum viðskiptavinum. „Þessi reiknivél er bæði fyrir launagreiðendur og launþega og þeir eiga að geta séð nákvæmlega hvað þeir eru að fá í laun. Ef þeir eru að semja um 600 þúsund, þá geta þeir séð hvað þeir eru að fá útborgað,“ segir Elísabet.

Áður en Elísabet hóf störf hjá PayRoll var hún fjármálastjóri hjá Sóley Orcanics „Við vorum tvær, ég og Sóley, þannig að það var heilmikil reynsla í því,“ segir Elísabet. Þar áður var hún hjá Auði Capital og Landsbankanum.

Þegar Sóley er ekki að vinna kýs hún að hreyfa sig og ferðast sem mest erlendis. „Ég var að byrja í badminton, en annars eru það þessar týpísku: spinning og Boot Camp og svoleiðis,“ segir Sóley, aðspurð um uppáhaldshreyfinguna.

Elísabet er í sambúð með manni sem heitir Dennis Sla. „En það eru hvorki börn né brúðkaup enn þá,“ segir hún aðspurð út í einkahagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×