Innkalla 34 milljónir bíla vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2015 09:41 Innkallanir tvöfölduðust í gær vegna gallans í öryggispúðum frá Takata. Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent
Enn fjölgar þeim bílum sem innkallaðir eru vegna galla í öryggispúðum framleiddum af japanska framleiðandanum Takata. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NHTSA og Takata hafa nú tilkynnt um innköllun 17 milljóna bíla til viðbótar þeim 17 milljónum bíla sem þegar hafa verið innkallaðir. Aldrei fyrr hafa verið innkallaðir svo margir bílar í einu áður. Öryggispúðar frá Takata er að finna í bílum fjölmargra bílaframleiðenda, meðal annars Nissan, Toyota, Honda, Daihatsu, BMW, Ford, Lexus, Mitsubishi og Subaru. Gallinn í öryggispúðum Takata getur orðið til þess að púðarnir springi út án nokkurs fyrirvara. Ástæða þessa er ónóg rakavörn og þar sem raki kemst að púðunum skemmir hann búnaðinn.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent