Handbolti

Skórnir á leið upp í hillu hjá Betrand Gille

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bertrand Gille.
Bertrand Gille. vísir/getty
Franski handboltamaðurinn Bertrand Gille hyggst leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Hann tilkynnti þetta á Twitter í gær.

Gille, sem leikur með Chambéry í heimalandinu, var um langt árabil einn besti línumaður heims og lykilmaður í franska landsliðinu.

Gille, sem er 37 ára, hóf ferilinn með Chambéry og lék með liðinu til ársins 2002 þegar hann gekk í raðir HSV Hamburg í Þýskalandi.

Gille lék með HSV í áratug og varð á þeim tíma bæði þýskur meistari og bikarmeistari með liðinu.

Gille lék sinn fyrsta landsleik gegn Tékklandi 1997 og lék alls 268 leiki fyrir Frakkland og skoraði í þeim 806 mörk.

Hann varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari, tvívegis heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með franska landsliðinu.

Gille var valinn besti handboltamaður í heimi árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×