Bréf til Gunnars Braga og Hönnu Birnu Össur Skarphéðinsson, Óttar Proppé, Birgitta Jónsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa 7. desember 2015 07:00 Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi leggur óskiljanlegt ofurkapp á að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun. Faglegir sérfræðingar eru því harðlega andvígir. Á Alþingi er málið í algjörum hnút og stefnir í langvinn átök. Við leggjum hins vegar til nýja sátt um ÞSSÍ með tillögu um að „írska módelið“ verði innleitt. Írar hafa alla þróunarsamvinnu innan utanríkisráðuneytisins – einsog Gunnar Bragi vill – en í sérstakri stofnun. Við leggjum hér til sama fyrirkomulag. Í því felst að öll verkefni verði færð inn í ráðuneytið en höfð í sérstakri stofnun sem ber nafn ÞSSÍ. Starfsmenn verði ekki flutningsskyldir og einungis menntað fagfólk ráðið til starfa. Þetta er mögulegt með nýjum lögum, sem tóku gildi um stjórnarráðið í júlí sl. Þau heimila stofnun starfseininga, ráðuneytisstofnana, um sérstök, afmörkuð verkefni undir stjórn ráðherra. Lögin voru beinlínis sett með sameiningu og hagræðingu stofnana í huga. Nýju lögin eru einsog klæðskerasniðin fyrir sáttatillögu okkar. Með henni fær ráðherrann skýrt ákvörðunarvald yfir stofnuninni. Um leið fær hann „betri yfirsýn“ sem hann telur skorta. Enginn „tvíverknaður“ gæti orðið milli ráðuneytis og ÞSSÍ. Sömuleiðis yrði gulltryggt að stofnunin gengi í takt við utanríkisstefnuna. Allt eru þetta yfirlýst markmið ráðherrans. Ávinningur fyrir þróunarsamvinnu yrði að starfseiningin helst óskert og starfsmenn yrðu áfram ráðnir einungis úr hópi sérfræðinga með sérmenntun í þróunarsamvinnu. Reynslusjóður og þekking ÞSSÍ byggist áfram upp – en tvístrast ekki. Hér er gullvægt tækifæri fyrir ráðherrann til að taka upp merki forvera sinna sem allir lögðu kapp á þverpólitíska sátt um þróunarsamvinnu. Hér er tækifæri fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formann utanríkismálanefndar, til að sýna í verki margyfirlýstan vilja sinn til að innleiða ný vinnubrögð samtals og sáttar í stjórnmálin. Saman geta nú Gunnar Bragi og Hanna Birna leitt deilur um ÞSSÍ í jörð án þess að slaka nokkuð á óskum stjórnarliða. – En það þarf hugrekki til að taka í útrétta sáttahönd.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar