Innlent

Skera niður flug milli Íslands og Sviss

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Það sem af er ári hefur easyJet verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og boðið upp á rúmlega hundrað ferðir í mánuði.
Það sem af er ári hefur easyJet verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og boðið upp á rúmlega hundrað ferðir í mánuði.
Lággjaldaflugfélagið easyJet mun framvegis einungis bjóða upp á áætlunarflug frá Íslandi til Sviss yfir sumarmánuðina. Fyrir ári síðan stóð til að starfrækja flugleiðir til Genf og Basel allt árið um kring. Túristi.is greinir frá.

Flug frá Basel verður lagt niður frá lokum nóvember og fram í febrúar og frá og með október mun félagið aðeins fljúga frá Genf yfir sumarmánuðina, að sögn Carinne Heinen, upplýsingafulltrúa easyJet. Hún segir jafnframt, í samtali við Túrista, að farþegar sem áttu bókuð sæti verði boðin endurgreiðsla.

EasyJet er fyrsta flugfélagið sem býður upp á áætlunarflug héðan til Sviss yfir vetrarmánuðina og hefur fjöldi svissneskra ferðamanna nær þrefaldast síðustu fimm mánuði. Alls hafa 4.745 Svisslendingar komið hingað til lands eftir að flugið frá Genf bættist við leiðakerfi easyJet í lok október. Veturna tvo þar á undan voru svissnesku ferðamennirnir á bilinu fimmtán til sextán hundruð.

Það sem af er ári hefur easyJet verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli og boðið upp á rúmlega hundrað ferðir í mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×