Mögnuð innrétting Volvo XC90 Excellence Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 09:43 Ekki í kot vísað í aftursætunum. Í hinum nýútkomna XC90 jeppa Volvo er yfirgengilega flott innrétting sem hæft gæti hvaða þjóðarleiðtoga sem er. Aftursætin í Excellent útgáfu bílsins eru bara tvö og þar ætti að fara vel um farþega með vænu plássi milli þeirra tveggja sem þar sitja, borði sem reisa má upp á milli sætanna fyrir veitingar eða vinnuaðstöðu. Sætin er með nuddi og úr stórglæsilegu leðri og viðarinnleggingar víða í innréttingunni færa bílinn á konunglegt stig. Þessi úgáfa XC90 bílsins er sérstaklega beint að Kínamarkaði, en þar er til siðs að eigendur lúxusbíla láti aka sér og þá þarf að fara vel um farþega í aftursætinu. Stórir afþreyingarskjáir eru festir aftan á höfuðpúða framsætanna svo aftursætisfarþegum leiðist nú ekki er þeim er ekið á milli staða, en þá má einnig nota sem tölvuskjái ef vinnan kallar. Glös úr sænskum kristal fylgir svo innréttingunni svo að ekki sé nú slorlegt að væta kverkarnar á ferð. Hljóðkerfið í bílnum er heldur ekkert slor, eða 20 hátalara Bowers and Wilkinson hljómleikahöll.Svona líta herlegheitin út séð ofan frá.Viðarinnleggingar og glös úr sænskum kristal. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent
Í hinum nýútkomna XC90 jeppa Volvo er yfirgengilega flott innrétting sem hæft gæti hvaða þjóðarleiðtoga sem er. Aftursætin í Excellent útgáfu bílsins eru bara tvö og þar ætti að fara vel um farþega með vænu plássi milli þeirra tveggja sem þar sitja, borði sem reisa má upp á milli sætanna fyrir veitingar eða vinnuaðstöðu. Sætin er með nuddi og úr stórglæsilegu leðri og viðarinnleggingar víða í innréttingunni færa bílinn á konunglegt stig. Þessi úgáfa XC90 bílsins er sérstaklega beint að Kínamarkaði, en þar er til siðs að eigendur lúxusbíla láti aka sér og þá þarf að fara vel um farþega í aftursætinu. Stórir afþreyingarskjáir eru festir aftan á höfuðpúða framsætanna svo aftursætisfarþegum leiðist nú ekki er þeim er ekið á milli staða, en þá má einnig nota sem tölvuskjái ef vinnan kallar. Glös úr sænskum kristal fylgir svo innréttingunni svo að ekki sé nú slorlegt að væta kverkarnar á ferð. Hljóðkerfið í bílnum er heldur ekkert slor, eða 20 hátalara Bowers and Wilkinson hljómleikahöll.Svona líta herlegheitin út séð ofan frá.Viðarinnleggingar og glös úr sænskum kristal.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent