Verður forstjóri Porsche næsti forstjóri Volkswagen? Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 16:38 Matthias Muller forstjóri Porsche. Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent