Nýr Audi R8 í Genf Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 10:04 Bílaframleiðendur heimsins keppast nú við að lauma að umheiminum hvað þau ætla að sýna af nýrri framleiðslu sinni á komandi bílasýningu í Genf í byrjun næsta mánaðar. Audi er þar enginn eftirbátur og ætlar meðal annars að sýna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8, bíls sem mærður hefur verið mjög síðan hann var fyrst kynntur árið 2006. Á myndinni hér að ofan sést ný gerð bílsins. Helstu sjáanlegu breytingar á bílnum eru þær að álhliðarplatan aftarlega á hlið bílsins er horfin, en hún hefur einkennt hann öðru fremur. Einnig er framendi bílsins mikið breyttur og nú orðinn meira í ætt við aðra bíla Audi. Búast má við því að nýi bíllinn verði vopnaður enn meira afli en áður. Það ættu að verða stórar tölur í ljósi þess að núverandi R8 býðst með 430 hestafla V8 vél, 550 hestafla V10 vél og enn öflugri gerð hennar, 550 hestafla V10 Plus. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Bílaframleiðendur heimsins keppast nú við að lauma að umheiminum hvað þau ætla að sýna af nýrri framleiðslu sinni á komandi bílasýningu í Genf í byrjun næsta mánaðar. Audi er þar enginn eftirbátur og ætlar meðal annars að sýna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8, bíls sem mærður hefur verið mjög síðan hann var fyrst kynntur árið 2006. Á myndinni hér að ofan sést ný gerð bílsins. Helstu sjáanlegu breytingar á bílnum eru þær að álhliðarplatan aftarlega á hlið bílsins er horfin, en hún hefur einkennt hann öðru fremur. Einnig er framendi bílsins mikið breyttur og nú orðinn meira í ætt við aðra bíla Audi. Búast má við því að nýi bíllinn verði vopnaður enn meira afli en áður. Það ættu að verða stórar tölur í ljósi þess að núverandi R8 býðst með 430 hestafla V8 vél, 550 hestafla V10 vél og enn öflugri gerð hennar, 550 hestafla V10 Plus.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent