Borgward endurvakið Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2015 09:36 Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent
Mörg eru fræg þýsku bílamerkin eins og Volkswagen, Mercedes Benz, BMW, Porsche og Opel, en færri þekkja þýska bílaframleiðandann Borgward. Borgward var lýst gjaldþrota árið 1961, en fyrirtækið var stofnað af Carl F.W. Borgward árið 1919. Nú ríflega fimmtíu árum frá gjaldþroti Borgward er kominn nýr bíll frá endurreistu fyrirtækinu og verður hann sýndur á bílasýningunni í Genf í byrjun næsta mánaðar. Enn er mjög á huldu hverskonar bíll það er sem Borgward mun sýna. Lengi hefur staðið til að endurvekja merkið og árið 2006 var meiningin að kynna til sögunnar tvo bíla frá Borgward og hefur þróun staðið yfir í um 10 ár. Ekkert varð af kynningu bílanna þá, en nú er komið að nýjum þætti í sögu Borgward. Þrátt fyrir að merki Borgward sé að mestu fallið í gleymskunnar dá var Borgward einn af stærri bílaframleiðandi Þýskalands á sjötta áratug síðustu aldar og var einna þekktast fyrir Isabella bíl sinn, sem sést hér á mynd. Borgward framleiddi alls yfir eina milljón bíla frá árunum 1919 til 1961.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent