Opið bréf til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Reykvíkinga Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð skrifar 25. apríl 2015 06:30 Kæru nágrannar! Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð óskar Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. Við hvetjum Reykvíkinga og borgarstjóra jafnframt til að hugleiða hvernig það fer saman að vinna að því að skapa umhverfisvænni borg og taka við verðlaunum á þeim forsendum, á meðan einnig er unnið að því að stuðla að mengandi starfsemi utan borgarmarkanna. Með þessu bréfi vill Umhverfisvaktin við Hvalfjörð vekja athygli ykkar á því að sem meirihlutaeigendur Faxaflóahafna berið þið ábyrgð á iðnaðaruppbyggingu við Hvalfjörð sem stefnir lífríki fjarðarins og lífsgæðum íbúa hans í hættu. Við teljum þörf á þessu bréfi vegna þess að við höfum áhyggjur af því að íbúar Reykjavíkur, þar með talinn borgarstjóri og borgarstjórn, séu ekki nægilega meðvitaðir og upplýstir um þau slæmu áhrif sem mengandi iðnaður hefur nú þegar á fjörðinn. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Á Grundartanga eru starfandi fjögur iðjuver sem stöðugt dæla mengun yfir Hvalfjörð. Eftir ábendingar frá Umhverfisvaktinni og fleirum um að staða mengunar frá svæðinu og eftirlit með henni væru ámælisverð réðu Faxaflóahafnir sérfræðinga til að fara yfir gögn um málið og skila skýrslu. Umhverfisvaktin fagnaði þessu skrefi í rétta átt, en benti einnig á að höfundum skýrslunnar var þröngur stakkur skorinn í verkefninu og þeir tóku ýmsum forsendum mengunarmarka og umhverfisvöktunar sem gefnum, þótt þær séu það ekki. Skýrslan byggir á vöktunarskýrslum iðjuveranna, en Umhverfisvaktin hefur ítrekað bent á að vöktun umhverfis í grennd við Grundartanga þarfnist verulegrar endurskoðunar þar sem hún er gerð á ábyrgð forsvarsmanna iðjuveranna sjálfra, sem veikir mjög áreiðanleika hennar. Umhverfisvaktin hefur einnig bent ítrekað á það að viðmiðunarmörk vegna áhrifa mengunar á búfénað séu ekki byggð á fullnægjandi gögnum, en mörkin eru m.a. ákveðin út frá 20 ára gamalli rannsókn á áhrifum flúors á dádýr í Noregi. Þrátt fyrir þessa annmarka skýrslunnar gefur hún samt sem áður mikilvægar vísbendingar um þróun mengunarmála í kringum Grundartanga, en samkvæmt henni er þolmörkum nú þegar náð hvað varðar mengun af völdum brennisteinstvíoxíðs og flúors, og viðvörunarljós eru einnig kveikt hvað varðar þungmálma og svifryk. Þrátt fyrir þessi viðvörunarljós vinnur Reykjavíkurborg að því að fjölga iðjuverum á Grundartanga. Nú á að reisa þar kísilverksmiðju sem borgarstjóri og aðrir forsvarsmenn Faxaflóahafna skilgreina sem grænan og umhverfisvænan iðnað. Umhverfisvaktin hefur sett spurningarmerki við þessa skilgreiningu sem virðist byggja á þeim skilningi að ef iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður sé hann umhverfisvænn. Mengandi iðnaður getur aldrei talist vænn fyrir umhverfið, hversu mikið eða lítið sem hann mengar í samanburði við annan mengandi iðnað. Umhverfisvaktin hefur vakið athygli á því að á síðustu árum hafa framleiðsluaukning Norðuráls og nýjar verksmiðjur sem rísa á Grundartanga ekki þurft að sæta mati á umhverfisáhrifum. Sú skýring er gefin að mengun af völdum hverrar verksmiðju eða framleiðsluaukningar einnar og sér sé óveruleg viðbót við núverandi mengun. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð telur það forkastanlegt að gefinn sé afsláttur á kröfum um mat á umhverfisáhrifum. Þessi þróun vekur spurningar um raunverulega framtíðarsýn Faxaflóahafna fyrir Grundartanga. Á heimasíðu Faxaflóahafna má finna umhverfisstefnu fyrirtækisins þar sem fram kemur að Faxaflóahafnir ætli sér að vera leiðandi í umhverfismálum. En athygli vekur að á ensku síðunni er Grundartanga lýst sem iðnaðarsvæði og gæði svæðisins fyrir iðnaðaruppbyggingu eru talin upp. Hvergi er þar að finna upplýsingar um umhverfisstefnu fyrirtækisins. Þessi og önnur misvísandi skilaboð frá Faxaflóahöfnum valda íbúum við Hvalfjörð áhyggjum. Loforð um umhverfisvænan og grænan iðnað á Grundartanga af hálfu Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna hafa verið svikin. Því miður er raunin sú að allt stefnir í að áfram bætist við fleiri og fleiri verksmiðjur og aukin mengun ef haldið verður áfram að skilgreina alla nýja mengandi starfsemi sem óverulega viðbót. Það liggur í augum uppi miðað við núverandi mengunarálag og fyrirhugaðar framkvæmdir að vonir íbúa við Hvalfjörð um að fjörðurinn fái að vaxa og dafna sem útivistarparadís og landbúnaðarhérað verða að engu ef áfram er unnið að því að breyta honum í mengaðan iðnaðarfjörð og ruslahaug Reykvíkinga. Við hvetjum Reykvíkinga og borgarstjóra til að hugleiða hvernig eftirfarandi yfirlýsing úr drögum að svæðisskipulagi sveitarfélaganna við höfuðborgarsvæðið samræmist uppbyggingunni á Grundartanga, en þar segir: „Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga greiðan aðgang að sameiginlegu útivistarsvæði umhverfis borgina. Þetta gefur þeim færi á að viðhalda góðri heilsu, slaka á og endurnærast, hvort sem um ræðir ströndina, Græna trefilinn, heiðar eða fjöll.“ Já, þetta eru mikilvæg lífsgæði, sem höfuðborgarbúar njóta allt í kringum sig, og íbúar við Hvalfjörð eiga skilyrðislaust einnig að fá að njóta. Ágæti borgarstjóri og Reykvíkingar! Nú er komið nóg. Iðnaðarsvæðið á Grundartanga er mettað og má alls ekki við meiri mengandi iðnaði. Við förum því fram á það að þið, kæru nágrannar, hættið tafarlaust að laða að Grundartanga mengandi iðnað sem þið mynduð aldrei samþykkja að fá á hafnarbakkann í Reykjavík.Hvalfirði 24. apríl 2015Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Kæru nágrannar! Nýverið hlaut Reykjavíkurborg umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir markvissar aðgerðir í umhverfismálum. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð óskar Reykvíkingum til hamingju með verðlaunin. Við hvetjum Reykvíkinga og borgarstjóra jafnframt til að hugleiða hvernig það fer saman að vinna að því að skapa umhverfisvænni borg og taka við verðlaunum á þeim forsendum, á meðan einnig er unnið að því að stuðla að mengandi starfsemi utan borgarmarkanna. Með þessu bréfi vill Umhverfisvaktin við Hvalfjörð vekja athygli ykkar á því að sem meirihlutaeigendur Faxaflóahafna berið þið ábyrgð á iðnaðaruppbyggingu við Hvalfjörð sem stefnir lífríki fjarðarins og lífsgæðum íbúa hans í hættu. Við teljum þörf á þessu bréfi vegna þess að við höfum áhyggjur af því að íbúar Reykjavíkur, þar með talinn borgarstjóri og borgarstjórn, séu ekki nægilega meðvitaðir og upplýstir um þau slæmu áhrif sem mengandi iðnaður hefur nú þegar á fjörðinn. Reykjavíkurborg á rúmlega 75% eignarhlut í Faxaflóahöfnum. Faxaflóahafnir eru sameignarfélag í eigu nokkurra sveitarfélaga og eiga rúmlega 600 hektara lands á Grundartanga. Bróðurparturinn af tekjum Faxaflóahafna kemur frá inn- og útflutningi fyrir mengandi stóriðju. Á Grundartanga eru starfandi fjögur iðjuver sem stöðugt dæla mengun yfir Hvalfjörð. Eftir ábendingar frá Umhverfisvaktinni og fleirum um að staða mengunar frá svæðinu og eftirlit með henni væru ámælisverð réðu Faxaflóahafnir sérfræðinga til að fara yfir gögn um málið og skila skýrslu. Umhverfisvaktin fagnaði þessu skrefi í rétta átt, en benti einnig á að höfundum skýrslunnar var þröngur stakkur skorinn í verkefninu og þeir tóku ýmsum forsendum mengunarmarka og umhverfisvöktunar sem gefnum, þótt þær séu það ekki. Skýrslan byggir á vöktunarskýrslum iðjuveranna, en Umhverfisvaktin hefur ítrekað bent á að vöktun umhverfis í grennd við Grundartanga þarfnist verulegrar endurskoðunar þar sem hún er gerð á ábyrgð forsvarsmanna iðjuveranna sjálfra, sem veikir mjög áreiðanleika hennar. Umhverfisvaktin hefur einnig bent ítrekað á það að viðmiðunarmörk vegna áhrifa mengunar á búfénað séu ekki byggð á fullnægjandi gögnum, en mörkin eru m.a. ákveðin út frá 20 ára gamalli rannsókn á áhrifum flúors á dádýr í Noregi. Þrátt fyrir þessa annmarka skýrslunnar gefur hún samt sem áður mikilvægar vísbendingar um þróun mengunarmála í kringum Grundartanga, en samkvæmt henni er þolmörkum nú þegar náð hvað varðar mengun af völdum brennisteinstvíoxíðs og flúors, og viðvörunarljós eru einnig kveikt hvað varðar þungmálma og svifryk. Þrátt fyrir þessi viðvörunarljós vinnur Reykjavíkurborg að því að fjölga iðjuverum á Grundartanga. Nú á að reisa þar kísilverksmiðju sem borgarstjóri og aðrir forsvarsmenn Faxaflóahafna skilgreina sem grænan og umhverfisvænan iðnað. Umhverfisvaktin hefur sett spurningarmerki við þessa skilgreiningu sem virðist byggja á þeim skilningi að ef iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður sé hann umhverfisvænn. Mengandi iðnaður getur aldrei talist vænn fyrir umhverfið, hversu mikið eða lítið sem hann mengar í samanburði við annan mengandi iðnað. Umhverfisvaktin hefur vakið athygli á því að á síðustu árum hafa framleiðsluaukning Norðuráls og nýjar verksmiðjur sem rísa á Grundartanga ekki þurft að sæta mati á umhverfisáhrifum. Sú skýring er gefin að mengun af völdum hverrar verksmiðju eða framleiðsluaukningar einnar og sér sé óveruleg viðbót við núverandi mengun. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð telur það forkastanlegt að gefinn sé afsláttur á kröfum um mat á umhverfisáhrifum. Þessi þróun vekur spurningar um raunverulega framtíðarsýn Faxaflóahafna fyrir Grundartanga. Á heimasíðu Faxaflóahafna má finna umhverfisstefnu fyrirtækisins þar sem fram kemur að Faxaflóahafnir ætli sér að vera leiðandi í umhverfismálum. En athygli vekur að á ensku síðunni er Grundartanga lýst sem iðnaðarsvæði og gæði svæðisins fyrir iðnaðaruppbyggingu eru talin upp. Hvergi er þar að finna upplýsingar um umhverfisstefnu fyrirtækisins. Þessi og önnur misvísandi skilaboð frá Faxaflóahöfnum valda íbúum við Hvalfjörð áhyggjum. Loforð um umhverfisvænan og grænan iðnað á Grundartanga af hálfu Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna hafa verið svikin. Því miður er raunin sú að allt stefnir í að áfram bætist við fleiri og fleiri verksmiðjur og aukin mengun ef haldið verður áfram að skilgreina alla nýja mengandi starfsemi sem óverulega viðbót. Það liggur í augum uppi miðað við núverandi mengunarálag og fyrirhugaðar framkvæmdir að vonir íbúa við Hvalfjörð um að fjörðurinn fái að vaxa og dafna sem útivistarparadís og landbúnaðarhérað verða að engu ef áfram er unnið að því að breyta honum í mengaðan iðnaðarfjörð og ruslahaug Reykvíkinga. Við hvetjum Reykvíkinga og borgarstjóra til að hugleiða hvernig eftirfarandi yfirlýsing úr drögum að svæðisskipulagi sveitarfélaganna við höfuðborgarsvæðið samræmist uppbyggingunni á Grundartanga, en þar segir: „Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga greiðan aðgang að sameiginlegu útivistarsvæði umhverfis borgina. Þetta gefur þeim færi á að viðhalda góðri heilsu, slaka á og endurnærast, hvort sem um ræðir ströndina, Græna trefilinn, heiðar eða fjöll.“ Já, þetta eru mikilvæg lífsgæði, sem höfuðborgarbúar njóta allt í kringum sig, og íbúar við Hvalfjörð eiga skilyrðislaust einnig að fá að njóta. Ágæti borgarstjóri og Reykvíkingar! Nú er komið nóg. Iðnaðarsvæðið á Grundartanga er mettað og má alls ekki við meiri mengandi iðnaði. Við förum því fram á það að þið, kæru nágrannar, hættið tafarlaust að laða að Grundartanga mengandi iðnað sem þið mynduð aldrei samþykkja að fá á hafnarbakkann í Reykjavík.Hvalfirði 24. apríl 2015Stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun