HIV faraldur gengur yfir Indiana, BNA - neyðaráætlun sett í gang Jón Tryggvi Sveinsson skrifar 30. mars 2015 21:15 Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar