Bílasala í Evrópu jókst um 10% í september Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 14:00 Sala nýrra bíla nam 1,39 milljón í september í Evrópu. Econews Vel gengur að selja nýja bíla í Evrópu um þessar mundir og sala bíla þar jókst um 9,8% í síðasta mánuði og meðal þeirra bílaframleiðenda var Volkswagen, sem í mánuðinum glímdi við dísilvélavandræði sín. Sala Volkswagen bíla jókst í takt við aðra, eða um 8,3%, en vöxturinn var 10% hjá bæði Audi og Skoda sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Sala bíla Porsche jókst hinsvegar stórvægilega, eða um 51%, en Porsche tilheyrir einnig Volkswagen. Í mörgum löndum álfunnar er mikill hvati að skipta út gömlum bílum fyrir nýja þar sem kaupendum er greitt fyrir að skipta eyðslufrekum og gömlum bílum út fyrir nýja. Sala bíla í Evrópu nam 1,39 milljónum bíla í september. Af einstökum bílaframleiðendum jókst sala Jeep bíla mest, eða um 133% og hjá Fiat, eiganda Jeep og Chysler jókst salan um 16%. Sala BMW jókst um 17%, en 30% hjá undirmerkinu Mini. Sala Mercedes Benz jókst um 19%, en undirmerkisins Smart um heil 131%. Af einstökum löndum álfunnar var mest aukning á Spáni, eða um 23% og á Ítalíu var um 17% vöxt að ræða. Það er til marks um aukna sölu í áfunni að undanförnu að september var 25. mánuðurinn í röð þar sem bílasala í Evrópu vex frá fyrra ári. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent
Vel gengur að selja nýja bíla í Evrópu um þessar mundir og sala bíla þar jókst um 9,8% í síðasta mánuði og meðal þeirra bílaframleiðenda var Volkswagen, sem í mánuðinum glímdi við dísilvélavandræði sín. Sala Volkswagen bíla jókst í takt við aðra, eða um 8,3%, en vöxturinn var 10% hjá bæði Audi og Skoda sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Sala bíla Porsche jókst hinsvegar stórvægilega, eða um 51%, en Porsche tilheyrir einnig Volkswagen. Í mörgum löndum álfunnar er mikill hvati að skipta út gömlum bílum fyrir nýja þar sem kaupendum er greitt fyrir að skipta eyðslufrekum og gömlum bílum út fyrir nýja. Sala bíla í Evrópu nam 1,39 milljónum bíla í september. Af einstökum bílaframleiðendum jókst sala Jeep bíla mest, eða um 133% og hjá Fiat, eiganda Jeep og Chysler jókst salan um 16%. Sala BMW jókst um 17%, en 30% hjá undirmerkinu Mini. Sala Mercedes Benz jókst um 19%, en undirmerkisins Smart um heil 131%. Af einstökum löndum álfunnar var mest aukning á Spáni, eða um 23% og á Ítalíu var um 17% vöxt að ræða. Það er til marks um aukna sölu í áfunni að undanförnu að september var 25. mánuðurinn í röð þar sem bílasala í Evrópu vex frá fyrra ári.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent