Telja mikinn efnahagslegan ávinning af flóttamönnum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. september 2015 15:16 Framleiðslugeta evrusvæðisins gæti aukist verulega með innflæði flóttamanna. Vísir/NordicPhotos/AFP Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Credit Suisse segir flóttamenn mjög góða til lengri og styttri tíma fyrir hagkerfi evrusvæðisins. Á mánudaginn sögðu þau Christel Aranda-Hassel, Peter Foley, og Sonali Punhani hjá Credit Suisse í skýrslu að innflæði flóttamanna og innflytjenda væri jákvætt fyrir hagspá Evrópu til lengri og styttri tíma litið.Í skýrslunni segir að til skamms tíma muni innflæðið ýta undir hagvöxt. Kostnaður af húsnæði, mat og öðrum nauðsynjum sem stjórnvöld munu standa undir hafa margfeldisáhrif á hagkerfið. Þessi útgjöld gætu leitt til 0,2-0,3% hagvaxtaraukningu innan evrusvæðisins á næsta ári. „Allur peningur sem fer í nauðsynjar mun líklega finna leið aftur inn í hagkerfið,“ segir í skýrslunni. Stærri viðbót er hins vegar langtíma áhrifin á vinnumarkaði. Íbúar Evrópu eru að eldast, sér í lagi í Þýskalandi og á Ítalíu, ellilífeyrisþegum fer því fjölgandi. Þar sem skatttekjur vinnandi fólks greiða að hluta til ellilífeyrinn mun aukning af ungu fólki á vinnumarkaðsaldri hafa jákvæð áhrif. Þrír fjórðu innflytjenda eru á vinnumarkðsaldri og gætu því haft töluverð áhrif. Samkvæmt útreikningum Credit Suisse gæti aukningin í fjöldanum á vinnumarkaði tvöfaldað framlag vinnuafls til vaxtar framleiðslugetu úr 0,2% í 0,4% árlega frá 2015 til 2023. Með því gæti framleiðslugeta aukist úr 1,1% aukningu á ári í 1,3% aukningu. Frétt Business Insider um málið.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira