Ákveður stjórn að ný stjórn skuli kosin? Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar