Ákveður stjórn að ný stjórn skuli kosin? Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun