Ákveður stjórn að ný stjórn skuli kosin? Helga Hlín Hákonardóttir skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er athyglisvert í ljósi þess að í félaginu sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn með umboð fram að næsta aðalfundi. Slík breyting á umboði ályktunarhæfrar stjórnar getur farið fram með tvennum hætti. Annars vegar getur hluthafi óskað eftir hluthafafundi. Samhliða þarf hann þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi. Hluthafa dugar því ekki réttur til að boða hluthafafund til að krefjast stjórnarkjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki það. Slík breyting verður ekki gerð nema öllum hluthöfum bjóðist þátttaka í umræðu og atkvæðagreiðslu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar. Meirihluti hluthafa afturkallar því einn fyrri ákvörðun hluthafafundar en ekki stjórn. Hins vegar geta einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt. Ákvörðun um að skila umboði, eða fyrirætlanir um slíkt, er þá tilkynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber ábyrgð á störfum sínum þar til boðað er til hluthafafundar og ný stjórn er kjörin. Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn um afsögn þegar boðað var til fundar. Dagskrártillagan var því haldlaus frá birtingu hennar 14. október og allt þar til í ljós kom síðastliðinn föstudag að tveir stjórnarmenn hygðust skila umboði sínu. Orðalag tilkynningar frá 2. nóvember um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að stjórnarkjör skuli fara fram á hluthafafundinum“ breytir heldur engu. Hluthafar ákveða stjórnarkjör en ekki stjórn – nema stjórn hafi misst ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör reynist nauðsynlegt. Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins. Stjórnarmenn hefðu betur upplýst um fyrirætlanir um meðferð á umboðum sínum um leið og samþykkt var að auglýsa hluthafafundinn. Lögmæti fundarins hefði legið fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga og stjórn hefði veitt hluthöfum umhugsunarfrestinn og upplýsingarnar í stað þess að halda þeim hjá sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa, upplýsingaskyldu til markaðarins og góðra stjórnarhátta verið best gætt.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar