Engin hraðatakmörk á 204 km vegi í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 15:44 Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent