Er hefð að níðast á lífeyrisþegum? Guðmundur Magnússon skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 20. nóvember 2015 hækka grunnlaun þingmanna um 60.585 krónur í alls 712.030 krónur og fá þeir eingreiðslu upp á 545.265 krónur þar sem hækkunin er afturvirk. Þá hækka grunnlaun ráðherra, fyrir utan forsætisráðherra, um 106.991 krónu, í 1.257.425 krónur, með eingreiðslu upp á 962.919 krónur. Laun forsætisráðherra hækka um 118.384 krónur, í 1.391.333 krónur, með eingreiðslu upp á 1.065.456 krónur. Loks hækka laun forseta Íslands um 196.962 krónur, í 2.314.830 krónur, með eingreiðslu upp á 1.772.658 krónur. Blessaðir mennirnir, ekki seinna vænna að hækka við þá kaupið og mikið kemur það nú sér vel að hækkunin skuli vera afturvirk svona rétt fyrir jólin. Reyndar sker það í augu að hækkun forseta okkar skuli vera næstum upp á krónu jafn mikil og margur lífeyrisþeginn er með á mánuði, til að greiða fyrir húsnæði, fæði og klæði, að ekki sé talað um menningarneyslu eða til að halda gleðileg jól, svo eitthvað sé nefnt. Árum saman hefur löggjafinn hækkað lífeyrisgreiðslur í fjárlögum eins lítið og hægt er samkvæmt lögum sem kveða þó á um að lífeyrisgreiðslur skuli hækka samkvæmt launaþróun, eða framfærsluvísitölu, eða þeirri sem er hærri í það skiptið. Nær aldrei afturvirkt, en þá skorið við nögl og aldrei að fullu. Það er segin saga, að þegar lífeyrisþegar óska eftir kjarabótum bregðast stjórnvöld við eins og nú eigi að setja samfélagið á hausinn, en telja það sjálfsagða sanngirniskröfu að hækka sín eigin laun og þeirra sem greiða mest í sjóði flokkanna. Hafa menn ekki veitt því eftirtekt að fátækt fer í vöxt á Íslandi? Á sama tíma sem auðmenn virðast færast í aukana einna líkast og var fyrir hrunið, sem vel að merkja kom fyrst og harðast niður á lífeyrisþegum og láglaunafólki. Hvernig væri að láta hækkanir Kjararáðs einnig ná til lífeyrisþega, afturvirkt og ekki fara í talnaleiki og úrtölur til að skerða kjör þess fólks sem mest hefur verð níðst á síðustu áratugi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar