Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 14:02 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson vísir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar undanfarin ár. Þetta herma heimildir Vísis. Jóhannes var fyrr í mánuðinum dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti vegna BK-málsins, og þá voru bæði hann og Lárus ákærðir í Stím-málinu en dómsuppsaga verður í því næstkomandi mánudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Snýr að kaupum bankans á eigin hlutabréfum og sölu þeirra Greint var frá því á mbl.is í morgun að rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Glitnis í aðdraganda bankahrunsins 2008 sé lokið. Málið snýr annars vegar að kaupum Glitnis á eigin hlutabréfum og svo hins vegar að því með hvaða hætti bréfin voru seld frá bankanum. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er stefnt að því að ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu, eða ekki, liggi fyrir á fyrstu þremur mánuðum næsta árs.Fangelsisdómar í markaðsmisnotkunarmálum Landsbankans og Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur sótt tvö önnur markaðsmisnotkunarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Annars vegar var um að ræða mál Landsbankans en Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir aðild sína að því, en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Tveir aðrir starfsmenn bankans voru einnig dæmdir til refsingar en einn sýknaður. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, dæmdir til refsingar vegna markaðsmisnotkunar í Kaupþingi fyrir hrun. Hreiðari var ekki gerð refsing umfram þann dóm sem hann hlaut í Al Thani-málinu, sem var fimm og hálft ár, en ári var bætt við refsingu Sigurðar og var samanlögð refsing hans fyrir bæði málin fimm ár. Fimm aðrir starfsmenn bankans hlutu dóma í málinu en tveir voru sýknaðir. Báðum þessum dómum héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málin til meðferðar. Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis sem sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar undanfarin ár. Þetta herma heimildir Vísis. Jóhannes var fyrr í mánuðinum dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti vegna BK-málsins, og þá voru bæði hann og Lárus ákærðir í Stím-málinu en dómsuppsaga verður í því næstkomandi mánudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Snýr að kaupum bankans á eigin hlutabréfum og sölu þeirra Greint var frá því á mbl.is í morgun að rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Glitnis í aðdraganda bankahrunsins 2008 sé lokið. Málið snýr annars vegar að kaupum Glitnis á eigin hlutabréfum og svo hins vegar að því með hvaða hætti bréfin voru seld frá bankanum. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, er stefnt að því að ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu, eða ekki, liggi fyrir á fyrstu þremur mánuðum næsta árs.Fangelsisdómar í markaðsmisnotkunarmálum Landsbankans og Kaupþings Sérstakur saksóknari hefur sótt tvö önnur markaðsmisnotkunarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Annars vegar var um að ræða mál Landsbankans en Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir aðild sína að því, en þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir. Tveir aðrir starfsmenn bankans voru einnig dæmdir til refsingar en einn sýknaður. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, dæmdir til refsingar vegna markaðsmisnotkunar í Kaupþingi fyrir hrun. Hreiðari var ekki gerð refsing umfram þann dóm sem hann hlaut í Al Thani-málinu, sem var fimm og hálft ár, en ári var bætt við refsingu Sigurðar og var samanlögð refsing hans fyrir bæði málin fimm ár. Fimm aðrir starfsmenn bankans hlutu dóma í málinu en tveir voru sýknaðir. Báðum þessum dómum héraðsdóms var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málin til meðferðar.
Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Ungir kaupendur ekki verið færri frá 2014 Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Sjá meira