Hraðlest nær 600 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 10:22 Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent
Háhraðalest sem svífur á seglum setti nýtt hraðamet í Japan í vikunni. Aldrei hefur lest náð viðlíkum hraða áður, en hún fór á 603 km hraða við prófanir. Þessi lest mun tengja saman borgirnar Tókýó og Nagoya, en verður ekki tilbúin fyrr en árið 2027. Það tekur um 5 klukkutíma að aka á milli þessara borga á bíl, en lestin mun geta farið leiðina á 40 mínútum og vart væri hægt að komast á skemmri tíma í flugi. Þegar lestin hraðskreiða náði þessum ógnarhraða hélt hún honum í 10 sekúndur, en á þeim skamma tíma fór hún eina mílu, eða um 1,6 kílómetra. Í Kína er einnig að finna háhraðalestir sem svífa á seglum og þar í landi má finna hraðaskreiðustu lest heims sem er í fullri notkun. Hún nær 431 km hraða nálægt borginni Sjanghæ.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent