Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2015 00:01 Íslendingar höfðu betur gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu. Vísir/Ernir Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Ísland vann frábæran eins marks sigur, 29-30, á Danmörku í öðrum leik liðanna á Totalkredit-æfingamótinu í kvöld en leikið var í Álaborg. Það var allt annað að sjá sóknarleik íslenska liðsins í kvöld en í undanförnum leikjum. Aron Pálmarsson lék með liðinu á ný eftir langa fjarveru og innkoma hans hafði heldur betur góð áhrif á íslensku sóknina. Danir byrjuðu framarlega í vörninni, en Íslendingar voru alltaf með svör á reiðum höndum og opnuðu dönsku vörnina hvað eftir annað. Alexander Petersson var magnaður í fyrri hálfleik og skoraði sjö mörk úr jafn mörgum skotum. Auk Alexanders voru þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Róbert Gunnarsson vel tengdir í sóknarleiknum og skiluðu fimm mörkum hvor í leiknum. Aron Pálmarsson skaut lítið á markið framan af leik, en var duglegur að spila samherja sína uppi og átti fjöldan allan af stoðsendingum. Aron tók oftar af skarið í seinni hálfleik og lauk leik með fjögur mörk og á annan tug stoðsendinga. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar ekki í sama gæðaflokki og sóknin í fyrri hálfleik og markvarslan var lítil sem engin. Danir voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu og skoruðu alls 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og aldrei munaði miklu á liðunum. Íslendingar komust þremur mörkum yfir, 7-10, um miðjan fyrri hálfleik, en Danir unnu þann mun fljótt upp. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks munaði aldrei meira en einu marki á liðunum, en þegar þau gengu til búningsherbergja var staðan 17-18, Íslandi í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn frábærlega, skoraði fjögur fyrstu mörk hans og komst fimm mörkum yfir. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, setti þá Michael Damgaard inn á í sóknina og hann átti mestan þátt í því að Dönum tókst að jafna í 23-23. Sóknarleikur íslenska liðsins datt niður um miðjan seinni hálfleik þegar Snorri Steinn Guðjónsson var utan vallar, en það er áhyggjuefni hversu illa liðinu gengur í sókninni án leikstjórnandans snjalla. Liðin héldust í hendur næstu mínútur eða þar til Ísland sleit sig örlítið frá danska liðinu á lokametrunum, þökk sé bættum sóknarleik og góðri markvörslu Arons Rafns Eðvarðssonar. Haukamaðurinn fyrrverandi varði alls 11 skot í leiknum, eða 42% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísland landaði að lokum eins marks sigri, 29-30, sem er kærkominn eftir ófarirnar gegn Svíum í gær. Ísland mætir Slóveníu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 13:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2015 í Katar Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira