Íbúðalánasjóður hættir að lána og verður látinn „renna út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 19:45 Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira