Íbúðalánasjóður hættir að lána og verður látinn „renna út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 19:45 Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira