Íbúðalánasjóður hættir að lána og verður látinn „renna út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. maí 2015 19:45 Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Eðli Íbúðalánasjóðs mun breytast og lánasafn sjóðsins verður látið renna út. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Nokkrar hugmyndir eru á teikniborðinu um hvað eigi að koma í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sé brostið. Í yfirlýsingu sjóðsins í tengslum við sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins segir að rétt sé að láta lánasafn Íbúðalánasjóðs renna út, eins og við greindum frá í fréttum okkar á miðvikudag. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að þetta sé markmið sem ríkisstjórnin fylgi þegar málefni Íbúðalánasjóðs er annars vegar. Sú stefna hefur verið mörkuð að breyta eðli Íbúðalánasjóðs, minnka sjóðinn og stöðvar allar nýjar lánveitingar. Hugsunin á bak við þetta er að sjóðurinn veiti engin ný lán og sinni aðeins núverandi viðskiptavinum þar til líftíma eigna og skulda er lokið. Þetta er í raun ein af tillögunum sem koma fram í skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála sem kom út í fyrra en þar segir: „Samhliða þessum breytingum hætti Íbúðalánasjóður lánveitingum samkvæmt núverandi fyrirkomulagi. Lánasafn Íbúðalánasjóðs verði látið renna út og lántakendur sjóðsins fái þjónustu frá húsnæðislánafélagi í eigu ríkissjóðs eða umsýslan verði boðin út.“ Tryggt verður að núverandi viðskiptavinir sjóðsins fái áfram góða þjónustu. Til þess að breyta stöðu og hlutverki Íbúðalánasjóðs þarf að breyta lögum um húsnæðismál og mun vinna við frumvarp þess efnis hefjast í lok sumars, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Á teikniborðinu eru nokkrar hugmyndir um hvað komi í staðinn fyrir félagslegt hlutverk sjóðsins. Rætt hefur verið um að taka upp sérstakar alþjónustukröfur á bankana sem fælust í því að þeir þyrftu að lána til íbúðakaupa alls staðar á landinu, svo dæmi sé tekið. Þá hefur verið til skoðunar að taka upp sérstakan lánaflokk hjá Byggðastofnun sem myndi sinna lánveitingum til íbúðakaupa. Nýr framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs mun fá það verkefni að minnka sjóðinn og laga hann að breyttu hlutverki sínu. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu vikum en Sigurður Erlingsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri sjóðsins um síðustu mánaðamót.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira