Guðjón Valur: Það hvílir engin bölvun á mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2015 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson er mættur til að vinna Meistaradeildina loksins. vísir/epa Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta og leikmaður Barcelona, tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð um aðra helgi. Barcelona mætir þá pólska liðinu Kielce í undanúrslitum í Köln, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Kiel og ungverska liðið Veszprém. Guðjón Valur komst fyrst í undanúrslit með Rhein-Neckar Löwen árið 2011, AG Kaupmannahöfn 2012 og svo undanfarin tvö ár með Kiel. Þrátt fyrir að hafa spilað fjórum sinnum í undanúrslitum og úrslitaleikinn einu sinni á síðustu leiktíð hefur Guðjón Valur aldrei orðið Evrópumeistari. „Það hvílir engin bölvun á mér!“ segir Guðjón Valur í viðtali við heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins. „Ég trúi því alltaf að ég muni vinna þennan titil einu sinni á ferlinum. Tapið í úrslitaleiknum í fyrra gegn Flensburg var mjög sárt. Við spiluðum vel, en sigur Flensburg var sanngjarnan sigur. Í ár mæti ég til Kölnar til að vinna þetta loksins,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur súr eftir tapið í fyrra ásamt Filip Jicha og Patrick Wiencek.vísir/gettyGuðjón Valur gekk í raðir Barcelona fyrir tímabilið og hefur spilað stórvel, bæði í deildinni heima fyrir sem og í Meistaradeildinni. „Þessi vistaskipti voru frábær fyrir mig og mína fjölskyldu eftir tólf ár í Þýskalandi og eitt ár í Danmörku. Ég og fjölskyldan þurftum að byrja á núlli en það höfum við gert áður. Nú höfum við komið okkur fyrir og krakkarnir njóta lífsins í Barcelona,“ segir Guðjón Valur. Það er einnig öðruvísi að spila handbolta með liði eins og Barcelona sem getur tekið því rólega í deildinni á Spáni en keyrt allt í gang í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlegur munur þar sem það er ekkert lið sem er nálægt okkur í gæðum. En við verðum að vera 100 prósent klárir í Meistaradeildinni og æfa mjög vel,“ segir Guðjón Valur. „Þó við séum með góða forystu í leik höldum við bensíngjöfinni niðri í 60 mínútur. Við verðum að vera með þannig viðhorf til að ahlda takti. Markmiðið hjá öllum er það sama: Að vinna Meistaradeildina,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Handbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta og leikmaður Barcelona, tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fimmta árið í röð um aðra helgi. Barcelona mætir þá pólska liðinu Kielce í undanúrslitum í Köln, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Kiel og ungverska liðið Veszprém. Guðjón Valur komst fyrst í undanúrslit með Rhein-Neckar Löwen árið 2011, AG Kaupmannahöfn 2012 og svo undanfarin tvö ár með Kiel. Þrátt fyrir að hafa spilað fjórum sinnum í undanúrslitum og úrslitaleikinn einu sinni á síðustu leiktíð hefur Guðjón Valur aldrei orðið Evrópumeistari. „Það hvílir engin bölvun á mér!“ segir Guðjón Valur í viðtali við heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins. „Ég trúi því alltaf að ég muni vinna þennan titil einu sinni á ferlinum. Tapið í úrslitaleiknum í fyrra gegn Flensburg var mjög sárt. Við spiluðum vel, en sigur Flensburg var sanngjarnan sigur. Í ár mæti ég til Kölnar til að vinna þetta loksins,“ segir Guðjón Valur.Guðjón Valur súr eftir tapið í fyrra ásamt Filip Jicha og Patrick Wiencek.vísir/gettyGuðjón Valur gekk í raðir Barcelona fyrir tímabilið og hefur spilað stórvel, bæði í deildinni heima fyrir sem og í Meistaradeildinni. „Þessi vistaskipti voru frábær fyrir mig og mína fjölskyldu eftir tólf ár í Þýskalandi og eitt ár í Danmörku. Ég og fjölskyldan þurftum að byrja á núlli en það höfum við gert áður. Nú höfum við komið okkur fyrir og krakkarnir njóta lífsins í Barcelona,“ segir Guðjón Valur. Það er einnig öðruvísi að spila handbolta með liði eins og Barcelona sem getur tekið því rólega í deildinni á Spáni en keyrt allt í gang í Meistaradeildinni. „Þetta er auðvitað gríðarlegur munur þar sem það er ekkert lið sem er nálægt okkur í gæðum. En við verðum að vera 100 prósent klárir í Meistaradeildinni og æfa mjög vel,“ segir Guðjón Valur. „Þó við séum með góða forystu í leik höldum við bensíngjöfinni niðri í 60 mínútur. Við verðum að vera með þannig viðhorf til að ahlda takti. Markmiðið hjá öllum er það sama: Að vinna Meistaradeildina,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson.
Handbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira