Sjálfakandi Actros flutningabíll Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 14:27 Mercedes Benz Actros flutningabíllinn á A8 hraðbrautinni. Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent
Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent