Fast & Furious 7 tekjuhæsta kvikmynd frá upphafi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 10:18 Jason Statham, einn leikara í Fast & Furious 7. Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent
Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent