Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa jón hákon halldórsson skrifar 30. desember 2015 07:00 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kynntu niðurstöðu samningaviðræðna stjórnvalda við kröfuhafa í júní. Í gær tóku þeir við viðurkenningu frá Markaðnum, Stöð 2 og Vísi af Kristínu Þorsteinsdóttur aðalritstjóra. vísir/gva Hinn 8. júní varð ljóst að stjórnvöld höfðu náð samkomulagi við kröfuhafa föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbanka, um skilyrði sem sett yrðu fyrir nauðasamningum. Samkomulagið náðist að undangengnum viðræðum milli fulltrúa stjórnvalda og kröfuhafa. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tilkynnti svo á blaðamannafundi 28. október síðastliðinn að Seðlabanki Íslands hefði ákveðið að fallast á undanþágubeiðnir kröfuhafa frá gjaldeyrishöftum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, studdi niðurstöðuna. Slík undanþága var forsenda þess að hægt yrði að slíta búunum. Samningarnir eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir fela í sér að slitabúin greiða samtals 379 milljarða króna í beint stöðugleikaframlag til ríkisins. Þar af er stöðugleikaframlag Glitnis 229 milljarðar króna, Kaupþing greiðir um 127 milljarða og LBI 23 milljarða. Með endurheimtum krafna í eigu ESÍ og skattgreiðslum nemur stöðugleikaframlagið í heild 491 milljarði. Að auki var samið um að greiddir yrðu til baka 74 milljarðar vegna lánveitinga ríkissjóðs við stofnun nýju bankanna og kröfuhafar hétu því að fjárfesta til langs tíma í íslensku bankakerfi fyrir 226 milljarða. Á blaðamannafundinum 28. október kom fram að mótvægisaðgerðir í heild hljóðuðu upp á 856 milljarða króna, en 660 milljarða þegar horft er fram hjá mótvægisaðgerðum sem ráðist hafði verið í fyrir þann tíma. Í desember afgreiddi síðan Héraðsdómur Reykjavíkur nauðasamningana. Slitabúin eru nú þegar byrjuð að greiða kröfuhöfum út úr slitabúunum. Dómnefnd hefur miklar væntingar til þessa samkomulags. „Samkomulagið á stærstan þátt í því að landið kemst fyrr út úr höftum með mun betri niðurstöðu fyrir þjóðarbúið heldur en langflestir reiknuðu með,“ sagði einn dómnefndarmaður. Annar sagði þetta vera frábæra lausn fyrir þjóðarbúið í heild. „Með samningum við þrotabúin er tryggt að þjóðarbúið losni undan höftum á árinu 2016,“ sagði sá. Enn einn dómnefndarmaður sagði samkomulagið vera risamál fyrir þjóðina og hafa þau einkenni góðra viðskipta að báðir aðilar ganga sáttir frá borði. Þá var bent á að samkomulagið skilaði ríkissjóði verulegum tekjum. „Það toppar ekkert samkomulag við slitabúin. Ríkið fær eignir sem eru líklega metnar á 500 milljarða króna á núll krónur.“2. sæti Kaup Marel á MPSMarel keypti félagið MPS Meat Processing Systems fyrir 382 milljónir evra, eða um 54 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið þróar búnað til frumvinnslu á kjöti. Áætlaðar árstekjur fyrir árið 2015 nema 150 milljónum evra (21 milljarður króna) og EBITDA nálægt 40 milljónum evra (5,7 milljarðar króna).„Sterk viðbrögð urðu á markaði við þessa fjárfestingu sem samkvæmt sérfræðingum ætti að auka arðsemi eigin fjár og arðsemi á hlut ætti að aukast,“ sagði einn dómnefndarmaður. 3 . sæti Kaup Regins á Fastengi/Sala Eyris á Stork og Fokker/Fjárfesting NEA í CCPÞrenn viðskipti urðu jafn hlutskörp um þriðja sætið í vali dómnefndar. Þann 17. febrúar náðist samkomulag milli Regins og Fastengis, dótturfélags Íslandsbanka, um kaup á 80 fasteignum. Eignasafnið samanstóð af atvinnuhúsnæði sem er að 80% hluta staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Kaupsamningur var svo undirritaður 20 mars. Þann 7. desember tilkynnti Eyrir Invest að félagið hefði ásamt Arle Capital Partners og meðfjárfestum selt Stork bandarísku iðnaðarsamsteypunni Fluor Corporation fyrir 695 milljónir evra eða um 99 milljarða króna. Í júlí var tilkynnt að 17 prósent hlutur Eyris í Fokker Technologies hefði verið seldur. Tilkynnt var á hluthafafundi CCP þann 12. nóvember um fjögurra milljarða króna fjárfestingu framtakssjóðsins New Enterprise Associates í CCP. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Hinn 8. júní varð ljóst að stjórnvöld höfðu náð samkomulagi við kröfuhafa föllnu bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbanka, um skilyrði sem sett yrðu fyrir nauðasamningum. Samkomulagið náðist að undangengnum viðræðum milli fulltrúa stjórnvalda og kröfuhafa. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tilkynnti svo á blaðamannafundi 28. október síðastliðinn að Seðlabanki Íslands hefði ákveðið að fallast á undanþágubeiðnir kröfuhafa frá gjaldeyrishöftum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, studdi niðurstöðuna. Slík undanþága var forsenda þess að hægt yrði að slíta búunum. Samningarnir eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir fela í sér að slitabúin greiða samtals 379 milljarða króna í beint stöðugleikaframlag til ríkisins. Þar af er stöðugleikaframlag Glitnis 229 milljarðar króna, Kaupþing greiðir um 127 milljarða og LBI 23 milljarða. Með endurheimtum krafna í eigu ESÍ og skattgreiðslum nemur stöðugleikaframlagið í heild 491 milljarði. Að auki var samið um að greiddir yrðu til baka 74 milljarðar vegna lánveitinga ríkissjóðs við stofnun nýju bankanna og kröfuhafar hétu því að fjárfesta til langs tíma í íslensku bankakerfi fyrir 226 milljarða. Á blaðamannafundinum 28. október kom fram að mótvægisaðgerðir í heild hljóðuðu upp á 856 milljarða króna, en 660 milljarða þegar horft er fram hjá mótvægisaðgerðum sem ráðist hafði verið í fyrir þann tíma. Í desember afgreiddi síðan Héraðsdómur Reykjavíkur nauðasamningana. Slitabúin eru nú þegar byrjuð að greiða kröfuhöfum út úr slitabúunum. Dómnefnd hefur miklar væntingar til þessa samkomulags. „Samkomulagið á stærstan þátt í því að landið kemst fyrr út úr höftum með mun betri niðurstöðu fyrir þjóðarbúið heldur en langflestir reiknuðu með,“ sagði einn dómnefndarmaður. Annar sagði þetta vera frábæra lausn fyrir þjóðarbúið í heild. „Með samningum við þrotabúin er tryggt að þjóðarbúið losni undan höftum á árinu 2016,“ sagði sá. Enn einn dómnefndarmaður sagði samkomulagið vera risamál fyrir þjóðina og hafa þau einkenni góðra viðskipta að báðir aðilar ganga sáttir frá borði. Þá var bent á að samkomulagið skilaði ríkissjóði verulegum tekjum. „Það toppar ekkert samkomulag við slitabúin. Ríkið fær eignir sem eru líklega metnar á 500 milljarða króna á núll krónur.“2. sæti Kaup Marel á MPSMarel keypti félagið MPS Meat Processing Systems fyrir 382 milljónir evra, eða um 54 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið þróar búnað til frumvinnslu á kjöti. Áætlaðar árstekjur fyrir árið 2015 nema 150 milljónum evra (21 milljarður króna) og EBITDA nálægt 40 milljónum evra (5,7 milljarðar króna).„Sterk viðbrögð urðu á markaði við þessa fjárfestingu sem samkvæmt sérfræðingum ætti að auka arðsemi eigin fjár og arðsemi á hlut ætti að aukast,“ sagði einn dómnefndarmaður. 3 . sæti Kaup Regins á Fastengi/Sala Eyris á Stork og Fokker/Fjárfesting NEA í CCPÞrenn viðskipti urðu jafn hlutskörp um þriðja sætið í vali dómnefndar. Þann 17. febrúar náðist samkomulag milli Regins og Fastengis, dótturfélags Íslandsbanka, um kaup á 80 fasteignum. Eignasafnið samanstóð af atvinnuhúsnæði sem er að 80% hluta staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Kaupsamningur var svo undirritaður 20 mars. Þann 7. desember tilkynnti Eyrir Invest að félagið hefði ásamt Arle Capital Partners og meðfjárfestum selt Stork bandarísku iðnaðarsamsteypunni Fluor Corporation fyrir 695 milljónir evra eða um 99 milljarða króna. Í júlí var tilkynnt að 17 prósent hlutur Eyris í Fokker Technologies hefði verið seldur. Tilkynnt var á hluthafafundi CCP þann 12. nóvember um fjögurra milljarða króna fjárfestingu framtakssjóðsins New Enterprise Associates í CCP.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00 Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Viðskiptamaður ársins: Árni Oddur Þórðarson Gengi hlutabréfa í Marel hafa hækkað yfir 80 prósent á árinu. 30. desember 2015 10:00
Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð Fyrir hlutafjárútboð í október seldi Arion banki samtals tíu prósenta hlut í Símanum. Það eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 09:30