Fjárfestir segir ESA halda hlífiskildi yfir Íslendingum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2015 07:00 Sumarfundur EFTA-ráðherra í Vestamannaeyjum í fyrra. Grundtvig segir Evrópuþingmenn hafa hvatt sig til að vekja athygli ráðherraráðs ESB á framkvæmd hafta á Íslandi. Í því endurspeglist hvernig ESA heimili EFTA-löndum að haga sér. Fréttablaðið/Óskar „Sjáum til hvort ráðherraráð Evrópusambandsins, ný framkvæmdastjórn eða þingmenn Evrópuþingsins eru til í að fallast á íslensku leiðina í aðild að innri markaði Evrópu,“ segir danski fjárfestirinn Lars Grundtvig, í niðurlagi bréfs sem hann ritar Oda Helen Sletnes, forseta ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, annan janúar síðastliðinn. Grundtvig kærði til ESA framkvæmd gjaldeyrishafta á Íslandi og fékk í desemberbyrjun lokasvar um að ESA myndi loka máli hans þar sem ekki væri að sinni séð að Ísland væri brotlegt við ákvæði Samningsins um evrópska efnahagssvæðið vegna fjármagnshaftanna.„Eftirlitsstofnunin heldur hins vegar áfram að fylgjast náið með fjármagnshöftunum í yfirstandandi eftirlitsmáli sem ESA opnaði að eigin frumkvæði og kann að taka málið upp eigi sér stað þróun sem málið varðar, á Íslandi eða varðandi lög á Evrópska efnahagssvæðinu,“ segir í bréfi Ólafs Jóhannesar Einarssonar, framkvæmdastjóra málefna innri markaðarins hjá ESA, til Grundtvigs. Í erindi sínu til ESA vildi Grundtvig meina að þegar hafi verið uppfyllt þau skilyrði sem Seðlabankinn hafi sagt fyrir því að aflétta höftum. Þá segir hann í bréfi sínu til formanns ESA nú í byrjun árs að ESA hafi ekki tekið tillit til athugasemda um að höft á Íslandi séu í raun algild. Uppboð Seðlabankans séu gagnslaus, svo sem vegna fæðar þeirra, lágra upphæða sem í boði séu sem og óhagstæðs gengis. Þá sé undanþáguleiðin ekki til þar sem öllum umsækjendum sé hafnað. Þá segir Grundtvig ESA hafa heimilað áframhaldandi höft eftir „yfirborðskönnun“ á því hvort þau séu í samræmi við EES-samninginn. Höftin séu nú á sjöunda ári og hafi stöðugt verið hert fremur en losuð. Því sé verið að vekja athygli ráðherraráðs ESB, nýrrar framkvæmdastjórnar, þingmanna Evrópuþingsins og fjölmiðla bæði innlendra og erlendra, á stöðu mála. „Þessi framvinda mála er til komin vegna þess að þú og samstarfsfólk þitt, hr. Frank J. Büchel og frú Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjórar ESA, hafið heimilað framkvæmdastjóra málefna innri markaðarins, íslenskum ríkisborgara, að starfa eins og framlenging frá Íslandi með þeim afleiðingum að reglur innri markaðar Evrópu gilda ekki í tilfelli Íslands,“ segir Grundtvig.Hörður Arnarson, þá forstjóri Marel, og Lars Grundtvig, þá eigandi Scanvægt, handsala yfirtöku Marel á Scanvægt árið 2006. Við yfirtökuna varð Grundtvig einn stærsti hluthafi Marel.Á enn hlut í MarelFjárfestingarfélag Lars Grundtvig og fjölskyldu hans eignaðist 18 prósenta hlut í Marel þegar fyrirtækið tók í ágúst 2006 yfir Scanvægt, danskan keppinaut á sviði matvælavinnsluvéla. Lars Grundtvig tók í framhaldinu sæti í stjórn Marel.Frá því var greint í Markaðnum í nóvember síðastliðnum að breytingar dönskum lögum um erfðarétt þrýstu á um að hann flytti heim aftur peninga sem hann hafði fjárfest utan heimalandsins.Höfnun Seðlabankans á undanþágubeiðni hans af þeim sökum sagði hann sýna að undanþáguferlið væri sjónarspil. Um síðustu áramót átti Grundtvig Invest enn tæplega 8,4 prósenta hlut í Marel. Tengdar fréttir Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7. ágúst 2006 14:16 Skilið okkur peningunum! Opið bréf til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá Lars Grundtvig fjárfesti, föstum innan gjaldeyrishafta. 26. nóvember 2014 07:00 Staða sem minnir um margt á þjófnað Seðlabankinn hefur hafnað beiðni danska fjárfestisins Lars Grundtvig um undanþágu frá fjármagnshöftum. Hann telur bankann í blekkingarleik og aðgang Íslands að innri markaði Evrópu í hættu. 26. nóvember 2014 07:00 Vísar skorti á kæruferli til Umboðsmanns Alþingis Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig segir Íslendinga fæla frá sér vini sína með framkomu við erlenda fjárfesta. 28. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
„Sjáum til hvort ráðherraráð Evrópusambandsins, ný framkvæmdastjórn eða þingmenn Evrópuþingsins eru til í að fallast á íslensku leiðina í aðild að innri markaði Evrópu,“ segir danski fjárfestirinn Lars Grundtvig, í niðurlagi bréfs sem hann ritar Oda Helen Sletnes, forseta ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, annan janúar síðastliðinn. Grundtvig kærði til ESA framkvæmd gjaldeyrishafta á Íslandi og fékk í desemberbyrjun lokasvar um að ESA myndi loka máli hans þar sem ekki væri að sinni séð að Ísland væri brotlegt við ákvæði Samningsins um evrópska efnahagssvæðið vegna fjármagnshaftanna.„Eftirlitsstofnunin heldur hins vegar áfram að fylgjast náið með fjármagnshöftunum í yfirstandandi eftirlitsmáli sem ESA opnaði að eigin frumkvæði og kann að taka málið upp eigi sér stað þróun sem málið varðar, á Íslandi eða varðandi lög á Evrópska efnahagssvæðinu,“ segir í bréfi Ólafs Jóhannesar Einarssonar, framkvæmdastjóra málefna innri markaðarins hjá ESA, til Grundtvigs. Í erindi sínu til ESA vildi Grundtvig meina að þegar hafi verið uppfyllt þau skilyrði sem Seðlabankinn hafi sagt fyrir því að aflétta höftum. Þá segir hann í bréfi sínu til formanns ESA nú í byrjun árs að ESA hafi ekki tekið tillit til athugasemda um að höft á Íslandi séu í raun algild. Uppboð Seðlabankans séu gagnslaus, svo sem vegna fæðar þeirra, lágra upphæða sem í boði séu sem og óhagstæðs gengis. Þá sé undanþáguleiðin ekki til þar sem öllum umsækjendum sé hafnað. Þá segir Grundtvig ESA hafa heimilað áframhaldandi höft eftir „yfirborðskönnun“ á því hvort þau séu í samræmi við EES-samninginn. Höftin séu nú á sjöunda ári og hafi stöðugt verið hert fremur en losuð. Því sé verið að vekja athygli ráðherraráðs ESB, nýrrar framkvæmdastjórnar, þingmanna Evrópuþingsins og fjölmiðla bæði innlendra og erlendra, á stöðu mála. „Þessi framvinda mála er til komin vegna þess að þú og samstarfsfólk þitt, hr. Frank J. Büchel og frú Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjórar ESA, hafið heimilað framkvæmdastjóra málefna innri markaðarins, íslenskum ríkisborgara, að starfa eins og framlenging frá Íslandi með þeim afleiðingum að reglur innri markaðar Evrópu gilda ekki í tilfelli Íslands,“ segir Grundtvig.Hörður Arnarson, þá forstjóri Marel, og Lars Grundtvig, þá eigandi Scanvægt, handsala yfirtöku Marel á Scanvægt árið 2006. Við yfirtökuna varð Grundtvig einn stærsti hluthafi Marel.Á enn hlut í MarelFjárfestingarfélag Lars Grundtvig og fjölskyldu hans eignaðist 18 prósenta hlut í Marel þegar fyrirtækið tók í ágúst 2006 yfir Scanvægt, danskan keppinaut á sviði matvælavinnsluvéla. Lars Grundtvig tók í framhaldinu sæti í stjórn Marel.Frá því var greint í Markaðnum í nóvember síðastliðnum að breytingar dönskum lögum um erfðarétt þrýstu á um að hann flytti heim aftur peninga sem hann hafði fjárfest utan heimalandsins.Höfnun Seðlabankans á undanþágubeiðni hans af þeim sökum sagði hann sýna að undanþáguferlið væri sjónarspil. Um síðustu áramót átti Grundtvig Invest enn tæplega 8,4 prósenta hlut í Marel.
Tengdar fréttir Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7. ágúst 2006 14:16 Skilið okkur peningunum! Opið bréf til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá Lars Grundtvig fjárfesti, föstum innan gjaldeyrishafta. 26. nóvember 2014 07:00 Staða sem minnir um margt á þjófnað Seðlabankinn hefur hafnað beiðni danska fjárfestisins Lars Grundtvig um undanþágu frá fjármagnshöftum. Hann telur bankann í blekkingarleik og aðgang Íslands að innri markaði Evrópu í hættu. 26. nóvember 2014 07:00 Vísar skorti á kæruferli til Umboðsmanns Alþingis Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig segir Íslendinga fæla frá sér vini sína með framkomu við erlenda fjárfesta. 28. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Marel kaupir danskan keppinaut Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. 7. ágúst 2006 14:16
Skilið okkur peningunum! Opið bréf til Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá Lars Grundtvig fjárfesti, föstum innan gjaldeyrishafta. 26. nóvember 2014 07:00
Staða sem minnir um margt á þjófnað Seðlabankinn hefur hafnað beiðni danska fjárfestisins Lars Grundtvig um undanþágu frá fjármagnshöftum. Hann telur bankann í blekkingarleik og aðgang Íslands að innri markaði Evrópu í hættu. 26. nóvember 2014 07:00
Vísar skorti á kæruferli til Umboðsmanns Alþingis Danski fjárfestirinn Lars Grundtvig segir Íslendinga fæla frá sér vini sína með framkomu við erlenda fjárfesta. 28. nóvember 2014 07:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent