Hvað er femínismi eiginlega? Róberta Michelle Hall skrifar 19. maí 2015 16:37 Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin!
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun