Nýtt rúgbrauð frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 16:51 21. aldar útgáfa rúgbrauðsins. Autocar Volkswagen mun sýna nýja gerð rúgbrauðsins fræga á Consumer Electronics Show í janúar næstkomandi. Nýja rúgbrauðið mun fást sem rafmagnsbíll með 400 km drægni, en einnig með bensín- og dísilvélum. Bíllinn sem sýndur verður á sýningunni verður tilraunabíll, en ekki endanleg útfærsla bílsins, en stefnan hjá Volkswagen er að framleiðsla á bílnum muni hefjast árið 2017. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Volkswagen ýjar að nýju rúgbrauði, eða að minnsta kosti frá árinu 2001. Það ár kynnti Volkswagen slíkan bíl í Detroit, en ekki varð af framleiðslu hans. Annar tilraunabíll birtist svo árið 2011 og fékk hann gælunafnið Bulli, en hann komst ekki frekar á framleiðslulínu fyrirtækisins. Vonandi kemst þessi nýi tilraunabíll í framleiðslu, en vafalaust munu margir aðdáendur rúgbrauðsins fagna því. Rúgbrauðið var framleitt samfellt í 63 ár en bíllinn var framleiddur víða um heiminn, en síðustu bílarnir rúlluðu af færiböndum Volkswagen í Brasilíu árið 2013. Ef af framleiðslu nýs rúgbrauðs verður, mun bílinn verða settur saman í Mexíkó, en þar er einnig Bjallan framleidd. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent
Volkswagen mun sýna nýja gerð rúgbrauðsins fræga á Consumer Electronics Show í janúar næstkomandi. Nýja rúgbrauðið mun fást sem rafmagnsbíll með 400 km drægni, en einnig með bensín- og dísilvélum. Bíllinn sem sýndur verður á sýningunni verður tilraunabíll, en ekki endanleg útfærsla bílsins, en stefnan hjá Volkswagen er að framleiðsla á bílnum muni hefjast árið 2017. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Volkswagen ýjar að nýju rúgbrauði, eða að minnsta kosti frá árinu 2001. Það ár kynnti Volkswagen slíkan bíl í Detroit, en ekki varð af framleiðslu hans. Annar tilraunabíll birtist svo árið 2011 og fékk hann gælunafnið Bulli, en hann komst ekki frekar á framleiðslulínu fyrirtækisins. Vonandi kemst þessi nýi tilraunabíll í framleiðslu, en vafalaust munu margir aðdáendur rúgbrauðsins fagna því. Rúgbrauðið var framleitt samfellt í 63 ár en bíllinn var framleiddur víða um heiminn, en síðustu bílarnir rúlluðu af færiböndum Volkswagen í Brasilíu árið 2013. Ef af framleiðslu nýs rúgbrauðs verður, mun bílinn verða settur saman í Mexíkó, en þar er einnig Bjallan framleidd.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent